Hugsjónir fólks og flokka eru mismunandi eins og gengur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, hið svokallaða Silfurskeiðabandalag, er með sínar hugsjónir á hreinu. Jafnrétti þeirra er ljóst. Allir eiga að fá skuldir niðurfelldar jafnt. Óháð tekjum eða eignastöðu að öðru leyti. Allir eiga helst að borga sama skatt, sama hvað þeir eru með í laun. Ekki er mikilvægt að niðurgreiða tannlækningar barna frekar en fullorðinna. Sægreifar eiga svo að borga jafn hátt veiðigjald og húsfeður í Vesturbænum (þ.e. helst ekki neitt). Svona er jafnrétti sérhagsmunaaflanna.
Menn ganga hreint til verks. Þegar hefur verið útbúið frumvarp sem hefur í för með sér að tekjur ríkissjóð af veiðileyfagjaldinu munu verða 3,2 milljörðum lægri árið 2013 en 6,14 milljörðum lægri árið 2014. Ráðherra sjávarútvegsins, sem virðist ekki hafa lesið frumvarp eigin ríkisstjórnar, segir þó ekki ljóst hvert tekjutap ríkissjóðs verður vegna breytinganna.
Af málflutningi ráðamanna má ráða að það komi til greina að laga stöðu ríkissjóðs með því að hætta við niðurgreiðslu á tannlækningum barna (Kemur „til endurskoðunar eins og allt annað„). Svo má örugglega taka lán fyrir restinni. Þannig geta börn morgundagsins einnig tekið þátt í skapa velferðarsamfélag stóreignafólks. Annað væri óréttlátt.
Mér leiðist að segja það en: I told you so!