Hverjir hafa barist mest fyrir sérhagsmunum á kostnað almannahagsmuna?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

18/04/2013

18. 4. 2013

Hverjir einkavæddu bankana? Hverjir vildu stóriðjuframkvæmdir í góðæri? Hverjir börðust gegn hertum reglum um bankaviðskipti? Hverjir einkavæddu vatnið? Hverjir lögðu niður Þjóðhagsstofnun? Hverjir kvörtuðu yfir of miklum eftirlitsiðnaði? Hverjir hafa talað mest gegn auðlindarentu? Hverjir hafa talað ítrekað gegn breytingum á stjórnarskrá? Hverjir hafa ekki talið sig bundna af niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna (sérstaklega í stjórnarskrármálinu)? Hverjir […]

RéttlætiHverjir einkavæddu bankana?

Hverjir vildu stóriðjuframkvæmdir í góðæri?

Hverjir börðust gegn hertum reglum um bankaviðskipti?

Hverjir einkavæddu vatnið?

Hverjir lögðu niður Þjóðhagsstofnun?

Hverjir kvörtuðu yfir of miklum eftirlitsiðnaði?

Hverjir hafa talað mest gegn auðlindarentu?

Hverjir hafa talað ítrekað gegn breytingum á stjórnarskrá?

Hverjir hafa ekki talið sig bundna af niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna (sérstaklega í stjórnarskrármálinu)?

Hverjir neita að ræða upptöku á nýjum gjaldmiðli?

Hverjir vilja ekki klára umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu leyfa þjóðina að kjósa?

Hverjir hafa verið á móti því að hinir efnameiri borgi meira í skatt en þeir sem fátækari eru?

Hverjir lofuðu 90% húsnæðislánum?

Hverjir dásömuðu útrásina mest?

Hverjir töluðu um að græða á daginn og grilla á kvöldin?

Hverjir hafa barist mest fyrir sérhagsmunum á kostnað almannahagsmuna?

…Hverja ætlar þú svo að kjósa?

Deildu