Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tími í að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.
1. Siðmennt er EKKI á móti litlu jólum eða kristinfræðslu
2. Topp tíu ranghugmyndir um Siðmennt, trúleysi og húmanisma
3. Siðmennt, gullna reglan og trúfrelsi
4. Siðmennt og lögin um guðlast
5. Gífuryrði og rangfærslur um Siðmennt
6. Biskup fer rangt með stefnu Siðmenntar
Þetta er frá 2005 Biskup fer ENN rangt með stefnu Siðmenntar. Augljóslega gegn betri vitund.
7. Siðmennt styður “fræðslu” um kristni í skólum
8. Vegna rangfærslna um Siðmennt
9. Fjölmiðlaumfjöllun um trúboð í skólum dregin saman
10. Á meirihlutinn aðeins að njóta mannréttinda?
p.s.
Stefán Einar Stefánsson flutti predikun á Hátíðarsamkomu stúdenta á fullveldisdegi sem flutt var á Rás 1 í dag. Þar fór hann með margar rangfærslur um Siðmennt. Það er því ekki úr vegi að ég vísi hér í rökræðu sem ég átti við hann fyrir nokkrum árum. Hann hefur áður farið með rangt mál um Siðmennt: