Það er ótrúlegt að horfa upp á háttsetta og virta einstaklinga fara ítrekað fram með ósannindi um Siðmennt. Í laugardagskvöldfréttum Ríkissjónvarpsins fullyrti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, að Siðmennt væri á móti trúarbragðafræði og kristinfræði og taldi félagið jafnvel vera á móti jóla- og páskafríum. Í Staksteinum Morgunblaðsins, sunnudaginn 2. desember, heldur nafnlaus ritstjórn blaðsins hinu sama fram.
Þetta er allt rangt eins og margoft hefur komið skýrt fram í málflutningi Siðmenntar.
Þessar ranghugmyndir um stefnu Siðmenntar, sem andstæðingar félagsins setja reglulega fram, hafa margoft verið leiðréttar. Margoft! Það er því forkastanlegt að virtir aðilar í samfélaginu geti leyft sér að rægja skoðanir samborgara sinna með þessum hætti. Það er lágmarks krafa mín að umræddur ráðherra og nafnlausi ritstjórnarfulltrúinn biðji Siðmennt afsökunar.
Sjá nánar:
Satt og logið um stefnu Siðmenntar