Sala apóteka á kuklvörum ætti ekki að koma neinum á óvart enda hafa apótek selt kukl í mörg ár.
Samkvæmt frétt RÚV líta apótekarar á það „alvarlegum augum að lyfsali hafi selt svonefnt nanóvatn í apóteki, ekkert leyfi var fyrir framleiðslunni.“
Enn fremur segir formaður lyfsalahóps Samtaka verslunar og þjónustu „það hafa komið sér mjög á óvart að apótek seldi slíka vöru.“
Hann segir að apótekarar líti það alvarlegum augum að svona nokkuð geti gerst.
„Þeir gera það tvímælalaust því það er mikill faglegur metnaður í þessum hópi. Það kemur mér mjög á óvart að apótek skuli hafa selt þessa vöru. Lyfjafræðingar í apótekunum eru fagfólk sem á að vita betur og á að þekkja mörkin á því sem söluhæft og bjóðandi og því sem ekki er söluhæft eða bjóðandi.“
Ég spyr hvernig getur sala á þessum vörum komið þessu ágæta fólki á óvart þegar hún hefur viðgengist lengi, nánast athugasemdalaust?
Mörg apótek hafa um árabil selt hómopatalyf, „jóna-armbönd“, blómadropa og aðrar vörur sem ekki hafa verið sannprófaðar og/eða sannarlega virka ekki. Á þetta hefur verið bent margoft.
Dæmi 1:
Skipholtsapótek selur snákaolíu (30. 1. 2008)
„Skipholtsapótek auglýsir nú reglulega að það selji öll hómópatíulyf í sínum verslunum. Það hlýtur að teljast siðlaust þegar apótek ákveða að græða á „meðferð“ sem vitað er að er algerlega gagnslaus. Ég er afskaplega hræddur um að stór hluti viðskiptavina apóteka geri ráð fyrir því að „lyf“ sem seld eru í apótekum hafi raunverulega verkun. Að sama skapi er ég nánast alveg viss um að starfsmenn apótekanna láti viðskiptavini sína ekki vita af því hómópatíulyf séu gagnslaus.
Þegar snákaolía er seld í apótekum er verið að blekkja veikt fólk vísvitandi. Eigendur þessara apóteka ættu því að skammast sín.“
Dæmi 2:
Kjaftæðisvaktin: Hómópatía gegn inflúensu? (14. 1. 2013)
„Nú má fólk auðvitað trúa hverskyns þvælu en það að hvetja fólk með mikil sjúkleg einkenni að leita til hómópata er alvarlegt mál. Hómópatía er fullkomlega ósönnuð aðferð og má með sanni kalla gervivísindi. Það sem meira er þá hefur hómómatía verið rannsökuð nokkuð og niðurstöður benda til þess að meðferð hómópata hafi enga virkni umfram lyfleysuáhrif. Þrátt fyrir þetta eru hómópatískar remedíur seldar í sumum apótekum, fjölmiðlar fjalla um þessi efni gagnrýnislaustog hómópatarnir sjálfir duglegir við að kynna og auglýsa töfralækninguna út um allt.“
Dæmi 3:
Fyrir nokkru fjallaði ég sölu á „Jóna-armböndum“ í apótekum á Facebooksíðu minni.
Meira um apótek…
Posted by Sigurdur Holm Gunnarsson on Miðvikudagur, 4. mars 2015
Sala apóteka á kuklvarningi er semsagt ekki nýtilkomin. Mörg apótek hafa selt kukl lengi og munu gera það áfram á meðan þau komast upp með það og geta grætt á því.
Mundu að apótekinu er skítsama um þig!
Sjá nánar: