Óhefðbundinn fréttaflutningur

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

22/08/2006

22. 8. 2006

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna eðlilegar og sjálfsagðar vinnureglur blaðamanna eru alltaf (eða oftast) hundsaðar þegar fjallað er um trúarbrögð, nýaldarspeki og óhefðbundnar lækningar. Í fréttum og Kastljósi í gær var fjallað um svokallaða Bowen tækni algerlega án nokkurrar gagnrýni. Blaðamannafélög hafa oftast skýrar reglur um það hvernig eigi að fjalla um […]

Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna eðlilegar og sjálfsagðar vinnureglur blaðamanna eru alltaf (eða oftast) hundsaðar þegar fjallað er um trúarbrögð, nýaldarspeki og óhefðbundnar lækningar. Í fréttum og Kastljósi í gær var fjallað um svokallaða Bowen tækni algerlega án nokkurrar gagnrýni.

Blaðamannafélög hafa oftast skýrar reglur um það hvernig eigi að fjalla um mál. Þessar reglur eru meðal annars þær að blaðmenn eigi að:
1. leita sannleikans og skýra frá honum.
2. forðast að valda óþarfa sársauka.
3. vera óháðir og forðast hagsmunaárekstra.
4. vera ábyrgir gagnvart lesendum, áhorfendum og hverjum öðrum.


Oft fara blaðamenn samviskusamlega eftir þessum einföldu og eðlilegu reglum en þó nánast aldrei þegar þeir fjalla um hið óhefðbundna og dularfulla.

Hefðu fréttamenn á RÚV fylgt þessum einföldu reglum hefði umfjöllun um Bowen tæknina verið allt önnur og gagnlegri. Hér langar mig að fara í stuttu máli yfir það hvernig það getur breytt fréttaflutningi til batnaðar að styðjast við einfaldar blaðamannareglur.

1. Leita sannleikans og skýra frá honum.
Í gær fjallaði fréttamaður gagnrýnislaust um virkni Bowen tækninnar. Einu heimildarmenn fréttamannsins voru skjólstæðingar og “heilarinn” sjálfur. Það var ekki gerð minnsta tilraun til að leita álita hjá hefðbundnum læknum, vísindamönnum eða fjalla um rannsóknir á umræddri tækni.

Eftir nokkra leit á vefnum er til dæmis hægt að finna þetta:

“Research

To date only three experimental studies have been performed that have collected data following treatment of the Bowen Technique. Firstly a study by Kinnear and Baker (1999) was performed entitled Frozen Shoulder Research Programme and studied the effects of Bowen on shoulder flexibility and pain. The study showed significant improvements (p<0.05) iin shoulder flexibililty compared with the control group. Changes in complaints of pain were not tested statistically. Lack of ethical, methodological and analytical detail in this study draws caution to the strength of inference from the findings.

A further study by Whittaker et al (1999) investigated the effect of heart rate variability and ANS changes in subjects treated with Bowen. Two groups were treated those with medically diagnosed fibromyalgia (n=7) and a group without pathology or symptoms (n=11). The results showed a significant change in HRV in the fibromyalgia group but not in the asymptomatic group, mainly demonstrating a decrease in heart rate. All subjects in the former group reported some relief in symptoms. However three of the the fibromyalgia group were used for more than one reading, resulting in 11 sets of data per group, thereby raising issues of methodological bias. Furthermore with no control or placebo group, HRV comparisons are not possible, giving rise to questions of validity. However although the results from these studies can be questioned methodologically, there seems to be strong evidence that physiological changes occur when Bowen is applied.

The first properly conducted study, with approval from ethics and applying strict methodolgy using Bowen is now complete and due to be published in September 2006. This will examine the effect of The Bowen Technique on Hamstring flexibility in asymptomatic individuals and has been conducted by Michelle Marr BSc (Hons) PT MCSP, senior lecturer at Coventry University.”

Semsagt, Bowen tæknin hefur lítið verið rannsökuð og þær rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar hafa verið töluvert gallaðar. Þar að auki hefur aðeins lítill hluti fullyrðinga um mátt Bowen tækni verið rannsakaður.

Þeir sem bjóða upp á Bowen tækni segjast geta læknað mjög marga og ólíka kvilla. Þar á meðal (tekið af vefsíðu bresku Bowen samtakanna):

Problems Bowen may be able to address include:
Allergies
Asthma and other respiratory problems
Bell s palsy
Constipation and diahrrea
Digestive upsets
Dizziness
Dyslexia
Ear aches and infections
Foot problems (plantar fascitis, bunions)
Frozen shoulder
Headaches (migraine, sinus) – Hernia and heartburn- Kidney and bladder disorders including incontinence
Knee and hip restrictions
Menstrual and other female problems
Pelvic (tilt, leg length, hip imbalance)
Prostate
Repetitive stress injury (RSI)
Sciatica
Skeletal and muscular problems from lumbar to neck
TMJ and grinding of the teeth

Eins og áður segir hafa fæstar þessar fullyrðingar fengið nokkurn stuðning í rannsóknum. Lágmark er að þetta komir fram í fréttaflutningi.

2. forðast að valda óþarfa sársauka.
Túlkað vítt er óhætt að segja að óvönduð umfjöllun um óhefðbundnar læknismeðferðir geti valdið áhorfendum óþarfa sársauka.

3. vera óháðir og forðast hagsmunaárekstra.
Hér er ekki um beina hagsmunaárekstra nema að því leiti að blaðamenn hafa augljósan hag af því fá fólk í viðtöl til sín og fylla fréttaþætti sína af “skemmtilegum” og “áhugaverðum” fréttum. Stundum virðist hagur blaðamanna af því að fylla fréttatíma stangast á við þann hag áhorfenda að verða sér út um áreiðanlegar upplýsingar.

4. vera ábyrgir gagnvart lesendum, áhorfendum og hverjum öðrum.
Þeir blaðamenn sem stunda kranablaðamennsku sem þessa eru alls ekki ábyrgir gagnvart lesendum sínum og áhorfendum. Það að flytja rangar eða misvísandi upplýsingar um læknismeðferðir er í hæsta máta óábyrgt.

Það er ekki það sama, viðmælandi og óhefðbundinn viðmælandi
Gagnrýnisleysi blaðamanna þegar kemur að “óhefðbundnum viðmælendum” er áhugavert í ljósi þess hversu gagnrýnir og ágætir blaðamenn yfirleitt eru. Sá sem þetta skrifar hefur nokkrum sinnum verið fenginn í viðtöl í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Í þessum viðtölum hef ég verið að fjalla um ólík viðfangsefni eins og: Einelti, trú og efahyggju, húmanisma, pólitík, aðbúnað aldraðra, iðjuþjálfun, aðskilnað ríkis og kirkju og ýmislegt fleira.

Í flestum tilfellum hef ég verið spurður gagnrýnna spurninga um þessi málefni. “Hvaðan færðu þessar tölur?”, “Hvernig rökstyður þú þessa skoðun þína.” Sjaldan kemst maður upp með að fullyrða eitthvað án þess að rökstyðja skoðun sína. Í ofanálag er í nánast öllum tilvikum spjallað við aðra einstaklinga sem hafa ólíkar skoðanir og aðrar upplýsingar.

Mætti ekki venja blaðamenn á að koma fram við “óhefðbundna viðmælendur” á sama hátt og aðra? “Hvaða rannsóknir sýna fram á gagnsemi þessarar meðferðar?”, “Hvers vegna er þessi meðferð ekki stundum af hefðbundnum læknum?”, “Er ekki vafasamt að dásama einhverja meðferð sem hefur ekki staðfest i rannsóknum?”, “Hvar lærðir þú þessa tækni?”.

Blaðamenn þurfa ekki að vera leiðinlegir við viðmælendur sína og gera lítið úr aðferðum þeirra. Blaðamenn eiga hins vegar að vera gagnrýnir, “leita sannleikans og skýra frá honum.” Ef þeir vilja það ekki eiga þeir að skýra frá því að umrædd umfjöllun sé skemmtiefni en ekki fréttatengd umfjöllun. Að öðrum kosti eru þeir ekki ábyrgir gagnvart lesendum sínum, áhorfendum og hverjum öðrum.

Tenglar:
http://en.wikipedia.org/wiki/Bowen_Technique
http://www.bowen.org
http://www.bowentaekni.com

Deildu