Siðmennt gagnrýnir aukið trúboð í opinberum skólum

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

04/10/2006

4. 10. 2006

Siðmennt sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem félagið gagnrýnir aukið trúboð í opinberum skólum. Þjóðkirkjan neitar því reglulega að hún stundi trúboð í skólum en það er morgunljóst að það er engu að síður gert. Fréttatilkynningu Siðmenntar er hægt að lesa á vefsíðu félagsins. (Sjá: www.sidmennt.is). Umrætt trúboð Þjóðkirkjunnar er sérstaklega áhugavert í […]

Siðmennt sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem félagið gagnrýnir aukið trúboð í opinberum skólum. Þjóðkirkjan neitar því reglulega að hún stundi trúboð í skólum en það er morgunljóst að það er engu að síður gert.

Fréttatilkynningu Siðmenntar er hægt að lesa á vefsíðu félagsins. (Sjá: www.sidmennt.is).

Umrætt trúboð Þjóðkirkjunnar er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að fyrir stuttu síðan fullyrtu talsmenn Kirkjunnar að ekkert trúboð færi fram í skólum. (Sjá: Fjölmiðlaumfjöllun um trúboð í skólum dregin saman).


Fréttatilkynning vegna Vinaleiðar

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur á undanförnum árum bent á óviðeigandi starfsemi trúfélaga, einkum Þjóðkirkjunnar, í opinberum skólum.

Siðmennt vill með þessu bréfi vekja athygli á svokallaðir Vinaleið sem er kristileg sálgæsla og fer fram í opinberum skólum.

Tillögur Siðmenntar
1. Starf Vinaleiðarinnar verði stöðvað umsvifalaust í öllum skólum á landinu þannig að tryggt sé að trúfrelsi og hlutleysi verði virt í opinberum skólum.

2. Menntayfirvöldum sveitarfélaganna ásamt skólastjórnendum verði gert að skilja að skóla og kirkju. Öll verkefni í leikskólum og grunnskólum sem eru á vegum trúfélaga verði umsvifalaust lögð af.

3. Útbúnar verði skýrar verklagsreglur til handa skólastjórnendum og kennurum svo tryggt verði að trúarlegt starf verði ekki stundað í opinberum skólum.

ATH: Meðfylgjandi er bréf (Vinaleið.pdf) sent á menntamálaráðherra þar sem trúboð í formi Vinaleiðar er harðlega gagnrýnt. Engum sem les þetta bréf getur dulist að Vinaleiðin er trúboð sem hlýtur að teljast afar óviðeigandi í opinberum skólum og ber að stöðva strax.

Nánari upplýsingar veitir
Sigurður Hólm Gunnarsson
Varaformaður Siðmenntar
S: 898-7585

Deildu