Lýðræðisleg sáttaleið sem ríkisstjórnin getur ekki hafnað

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

23/08/2013

23. 8. 2013

Álit almennings á Alþingi Íslendinga er í sögulegri lægð. Er það skrítið þegar sitjandi þingmenn og jafnvel ráðherrar virðast sjálfir ekki bera neina virðingu fyrir Alþingi? Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá samþykkti Alþingi í júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hefja þar með samningaviðræður. Vilji menn hætta við […]

EvrópusambandiðÁlit almennings á Alþingi Íslendinga er í sögulegri lægð. Er það skrítið þegar sitjandi þingmenn og jafnvel ráðherrar virðast sjálfir ekki bera neina virðingu fyrir Alþingi?

Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá samþykkti Alþingi í júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu og hefja þar með samningaviðræður.

Vilji menn hætta við þá umsókn hlýtur þingið að þurfa að samþykkja aðra þingsályktunartillögu þess efnis.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur skipað samninganefnd Íslands við ESB að hætta viðræðum. Minn lýðræðisskilningur er sá að þetta sé ekki hægt án samþykki þingsins.

Annars er ráðherra að vinna gegn gildandi þingsályktunartillögu. Meiri óvirðingu gagnvart Alþingi Íslendinga get ég vart ímyndað mér.

Til að bæta gráu ofan á svart keppast fulltrúar ríkisstjórnar við að lýsa því yfir að ekki verði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður. Þrátt fyrir að hafa lofað því ítrekað fyrir kosningar. Margt áhugafólk um Evrópusambandið kaus þessa flokka einmitt út af þessu loforði.

Yfirlýsingar utanríkisráðherra og annarra stjórnarliða eru svo mikið kjarnorkukjaftæði að ég ætla að vitna í orð Vigdísar Hauksdóttur frá árinu 2011:

„Ísland er lýðræðisríki þar sem allar skoðanir eru leyfðar og því á fólkið í landinu að segja sitt álit áður en lengra er haldið. Segi þjóðin já í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda eigi aðlögunarferlinu að Evrópusambandinu áfram fær ríkisstjórnin skýrt umboð – en hafni þjóðin aðlögunarferlinu þá verður ekki lengra haldið – kröftum og fjármagni verður þá beitt innanlands.

Þetta er lýðræðisleg sáttaleið sem ríkisstjórnin getur ekki hafnað.“

Kæru þingmenn og ráðherrar.
Gerið mér og þjóðinni þann greiða að leyfa fólkinu að kjósa um áframhaldandi viðræður svo við getum farið að fjalla um eitthvað annað.

Ég ítreka að mér er skítsama hvað einstaka þingmönnum, ráðherrum, forsetum og hagsmunaaðilum finnst um Evrópusambandið. Ég vil einfaldlega fá að sjá fullgerðan samning og taka upplýsta ákvörðun.

Kjósum um áframhaldandi viðræður sem allra fyrst og klárum dæmið! Það er „lýðræðisleg sáttaleið sem ríkisstjórnin getur ekki hafnað.“ 

Vinsamlegast skrifið undir þessa áskorun:
http://www.petitions24.com/klarum_daemid

Aðrar greinar um ESB:

Deildu