Það er stórkostleg hálka á velferðarbrúnni ef Sjúkratryggingar Íslands ætla að hætta að bjóða upp á nauðsynlega heimahjúkrun fyrir langveik og fötluð börn eins og fram kemur í fréttum. Ég trúi varla að þetta sé satt. Veit Jóhanna af þessu? Það hlýtur að eiga að veita þessa þjónustu áfram með einhverjum hætti.
Forstjóri Sjúkratrygginga segir að heilsugæslan og Landspítalinn eigi að veita þessa þjónustu. Vandinn er að stjórarnir á Landspítalanum og á heilsugæslunni kannast ekkert við málið. Er það þá skrítið að forráðamenn barnanna séu reiðir og hræddir? Nei, auðvitað ekki.
Ég skora á Jóhönnu að fara í málið strax. Það þarf að bera salt á velferðarbrúnna.