Fíll drepur hákarl

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

02/12/2010

2. 12. 2010

Í gær og dag hef ég rekist á fréttir um að hákarl hafi ráðist á einhverja ferðamenn í Egyptalandi. Ekki fyrstu fréttirnar sem maður les um hákarlaárásir og því mætti halda að hákarlar væru einstaklega hættuleg dýr. Það er ekki rétt. Í öllum heiminum deyja um fimm manns á ári af völdum hákarla. Það er […]

Í gær og dag hef ég rekist á fréttir um að hákarl hafi ráðist á einhverja ferðamenn í Egyptalandi. Ekki fyrstu fréttirnar sem maður les um hákarlaárásir og því mætti halda að hákarlar væru einstaklega hættuleg dýr. Það er ekki rétt. Í öllum heiminum deyja um fimm manns á ári af völdum hákarla. Það er ekki mikið. Fílar eru þannig miklu hættulegri. Þeir drepa líklegast yfir 200 manns á ári. Svo segir í það minnsta í bókinni Super Freakonomics. Skemmtileg og áhugaverð bók.

Deildu