Kreppan og kjarnorkustríð

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

01/12/2010

1. 12. 2010

Af og til heyri ég börn og unglinga tala um kreppuna.  Óttinn og kvíðinn leynir sér oft ekki. Ég er á því að fullorðið fólk eigi fara mjög varlega í að tala um KREPPUNA þegar börn heyra til. Börn eru misjöfn og geta tekið slíka umræðu mikið inn á sig. Það er bókað að það […]

Af og til heyri ég börn og unglinga tala um kreppuna.  Óttinn og kvíðinn leynir sér oft ekki. Ég er á því að fullorðið fólk eigi fara mjög varlega í að tala um KREPPUNA þegar börn heyra til. Börn eru misjöfn og geta tekið slíka umræðu mikið inn á sig. Það er bókað að það hefur áhrif á barn að heyra fullorðið fólk tala áhyggjufullt um KREPPUNA og um að allt sé að fara til fjandans.

Ég man að þegar ég var unglingur sá ég fyrir „slysni“ bíómynd um kjarnorkustríð (The Morning After).  Ég sofnaði grátandi í marga daga á eftir (og fékk martraðir í marga mánuði). Svo var ég líka nánast sturlaður af hræðslu þegar umræðan um AIDS byrjaði. Heyrði einhverja fullorðna segja að eftir nokkur ár yrði bara til gamalt fólk. Allir aðrir myndu deyja úr AIDS. Ég tók þessu mjög bókstaflega og pældi mikið í þessu.

The moral of this story: Tölum varlega í kringum börn.

Deildu