Séð & Heyrt frambjóðendurnir

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

30/11/2010

30. 11. 2010

Mér sýnist að fullt af góðu fólki hafi náð kjöri á stjórnlagaþing. Ég kaus fjóra á þessum lista og nokkuð ánægður með það. Ég er þó ekki alveg sáttur við niðurstöðuna. Stjórnlagaþingið mun ekki samanstanda af „almenningi“ heldur af fræga fólkinu. Ég fæ ekki betur séð en að Séð & Heyrt frambjóðendurnir hafi fyrst og […]

Mér sýnist að fullt af góðu fólki hafi náð kjöri á stjórnlagaþing. Ég kaus fjóra á þessum lista og nokkuð ánægður með það. Ég er þó ekki alveg sáttur við niðurstöðuna. Stjórnlagaþingið mun ekki samanstanda af „almenningi“ heldur af fræga fólkinu. Ég fæ ekki betur séð en að Séð & Heyrt frambjóðendurnir hafi fyrst og fremst náð kjöri. Þegar kjósandinn þarf að velja úr 500 manna hópi þá velur hann eðlilega þekkt andlit og nöfn. Það er skiljanlegt, en leiðinlegt.

Ég óska nýkjörnum stjórnlagaþingmönnum til hamingju og hlakka til að fylgjast með störfum þeirra!

Deildu