Meira um rafmagnsbílavæðingu

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

08/09/2009

8. 9. 2009

Í grein sem ég skrifaði í ágúst velti ég því fyrir mér hvers vegna Ísland væri ekki í fararbroddi í rafmagnsvæðingu bílaflotans. Augljóst er að Ísland er kjörið land fyrir innleiðingu rafmagnsbíla, ekki síst þar sem hér er framleitt svo mikið af vistvænni orku. Ég held að þeir vinstrimenn sem nú stýra landinu ættu að […]

ecarÍ grein sem ég skrifaði í ágúst velti ég því fyrir mér hvers vegna Ísland væri ekki í fararbroddi í rafmagnsvæðingu bílaflotans. Augljóst er að Ísland er kjörið land fyrir innleiðingu rafmagnsbíla, ekki síst þar sem hér er framleitt svo mikið af vistvænni orku. Ég held að þeir vinstrimenn sem nú stýra landinu ættu að átta sig á því að nú geta þeir hætt að mótmæla vondu mengandi kapítalistunum og í staðinn látið verkin tala. Betra er að tendra lítið ljós (í þessu tilfelli umhverfisvænan bálköst) en að bölva myrkrinu, eins og vitur maður sagði forðum.

Þann 14. og 15. september næstkomandi verður haldin ráðstefna um vistvæn farartæki (þar á meðal rafmagnsbíla) á Hilton hótelinu í Reykjavík. Það verður spennandi að fylgjast með hvort ráðamenn þjóðarinnar taki við sér í kjölfar ráðstefnunnar.

Deildu