Í frjálsu lýðræðissamfélagi er gríðarlega mikilvægt að til séu fjölmiðlar sem bjóða upp á fréttir, fræðslu og gagnrýna umfjöllun um málefni líðandi stundar en eru i senn óháðir fjárhagsöflum og sérhagsmunum.
Ég óttast boðaðan niðurskurð á Ríkisútvarpinu vegna þess að ég veit að margir vilja leggja fjölmiðilinn niður af hugmyndafræðilegum ástæðum. Það eru til valdamiklir hópar í okkar samfélagi sem óttast öfluga, faglega og óháða umfjöllun. Því þarf almenningur að standa vörð um lýðræðislegt hlutverk RÚV.
Að þessum orðum sögðum tel ég að það sé bæði mikilvægt og eðlilegt að endurskoða ýmislegt þegar kemur að rekstri og starfsemi RÚV (sjá t.d. Hvert er hlutverk RÚV?).
Það sem má alls ekki gera er að draga úr fréttatengdri þjónustu og fræðslu sem er svo gríðarlega mikilvæg fyrir lýðræðið á Íslandi.
Niðurskurður sem kemur niður á þeim sviðum er beinlínis stórhættulegur. Í raun lítið annað en FOX-NEWS væðing Íslands á tímum sem mikil þörf er fyrir hlutlausa og faglega umfjöllun um samfélagsmál.
Mótmælum niðurskurði á RÚV með því að skrifa undir hér: