Ef Sigmundur Davíð vildi gagnrýna Sigmund Davíð. Hvernig myndi hann gera það? Hugsanlega svona:
Rökræða er forsenda framfara. Því vil ég segja ykkur að forsætisráðherra er ósvífinn lygari. Hann fullyrðir reglulega eitthvað sem stenst enga skoðun og virðist ekki geta sætt sig við raunveruleikann. Ég þarf ekki og að rökstyðja það frekar hvað forsætisráðherra er ósannsögull enda veit ég að boðskapur minn er réttur.
En þó boðskapur minn sé réttur þá tel ég engu að síður að það sé ógnun við lýðræði ef rökræða fær ekki að eiga sér stað, ef ákveðið er frá byrjun að aðeins annar málstaðurinn sé réttur og allt sem styður við þá mynd fær greiða leið i gegn en önnur sjónarmið hverfa.
Framganga nýja forsætisráðherrans er þannig að pirringurinn og ofleikurinn er augljós. Því verður örugglega snúið út úr nánast öllu sem ég segi og einskis svifist í ómerkilegum pólitískum brellum.
Höfum þá í huga að rökræða er forsenda framfara!
Ofangreindur texti er að mestu fenginn að láni frá forsætisráðherra og er byggt á eftirfarandi heimildum:
- Fyrsti mánuður loftárása
- Sigmundur kvartar undan loftárásum
- Stjórnarandstaðan ófeimin við að ljúga
- „Tiltölulega ófeimin, ósvífin jafnvel, við að segja hreinlega ósatt“
Annað: