Þjóðkirkjan flytur inn fordóma gagnvart samkynhneigðum

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

08/08/2013

8. 8. 2013

Í sömu viku og gleðigangan er haldin í Reykjavík auglýsir Þjóðkirkjan svokallaða Hátíð vonar með bandaríska predikaranum Franklin Graham (syni Billy Graham). Franklin er, eins og pabbi sinn, þekktur fyrir að vera á móti réttindum samkynhneigðra. Hann hefur reglulega sagt að ekki sé „pláss“ fyrir hjónabönd samkynhneigðra enda stafi samfélaginu beinlínis „ógn“ af slíkum samböndum. […]

franklin-grahamÍ sömu viku og gleðigangan er haldin í Reykjavík auglýsir Þjóðkirkjan svokallaða Hátíð vonar með bandaríska predikaranum Franklin Graham (syni Billy Graham). Franklin er, eins og pabbi sinn, þekktur fyrir að vera á móti réttindum samkynhneigðra. Hann hefur reglulega sagt að ekki sé „pláss“ fyrir hjónabönd samkynhneigðra enda stafi samfélaginu beinlínis „ógn“ af slíkum samböndum.

Mér finnst eitthvað verulega rangt við að stjórnarskrárvernduð og ríkisstyrkt þjóðkirkja taki þátt í að flytja inn mann með slíkar skoðanir. Að sama skapi er óviðeigandi að auglýsa viðburðinn um leið og við Íslendingar fögnum sjálfsögðum réttindum samkynhneigðra hér á landi.

Þjóðkirkja sem segist reglulega vera fyrir alla (sem er ekki rétt), og þiggur mikinn stuðning frá hinu opinbera, hlýtur að þurfa að vanda sig betur þegar kemur að trúboði og áróðri.

Deildu