Hommahatursríkið Rússland hýsir uppljóstrara

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

01/08/2013

1. 8. 2013

Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið tímabundið hæli í Rússlandi. Varla vegna þess að Pútín og rússneskum stjórnvöldum er annt um mannréttindi heldur af því þeim finnst gott að stríða Bandaríkjunum. Nú er bara að vona að drengurinn komi ekki út úr skápnum því kerfislægt hatur á samkynhneigðum er mikið í Rússlandi. Að sama skapi má varla […]

PutinUppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið tímabundið hæli í Rússlandi. Varla vegna þess að Pútín og rússneskum stjórnvöldum er annt um mannréttindi heldur af því þeim finnst gott að stríða Bandaríkjunum. Nú er bara að vona að drengurinn komi ekki út úr skápnum því kerfislægt hatur á samkynhneigðum er mikið í Rússlandi. Að sama skapi má varla búast við því að Snowden tjái sig mikið um mannréttindabrot í nýja heimalandi sínu.

Það er svo sem ágætt að Snowden fái hæli í Pútínlandi þar sem önnur ríki þorðu ekki bjóða honum aðstoð. Íslensk stjórnvöld þorðu ekki einu sinni að taka mál hans til umfjöllunar í þingnefnd.

Um leið og ég fagna því að Snowden hafi fengið skjól þykir mér skammarlegt að Ísland skuli vera trompað í mannréttindamáli af ríki sem virðist vera illa við tjáningarfrelsið. Af ríki sem bannar fræðslu um samkynhneigð, gleðigöngur og gagnrýni á Réttrúnaðarkirkjuna.

Deildu