Lélegir þrýstihópar

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

06/03/2013

6. 3. 2013

Börn, gamalt fólk, veikir einstaklingar, fátækir og annað fólk sem er valdalítið í samfélaginu er eðli málsins samkvæmt einnig lélegur þrýstihópur. Þetta fólk getur ekki styrkt stjórnmálamenn og flokka. Þessir einstaklingar hafa  takmarkaða getu eða lítinn tíma til að tjá sig opinberlega um málefni sem skipta þá máli. Þess vegna þurfa sumir aldraðir enn að […]

fólkBörn, gamalt fólk, veikir einstaklingar, fátækir og annað fólk sem er valdalítið í samfélaginu er eðli málsins samkvæmt einnig lélegur þrýstihópur. Þetta fólk getur ekki styrkt stjórnmálamenn og flokka. Þessir einstaklingar hafa  takmarkaða getu eða lítinn tíma til að tjá sig opinberlega um málefni sem skipta þá máli.

Þess vegna þurfa sumir aldraðir enn að eyða síðustu æviárum sínum í ótta og við óboðlegar aðstæður heima eða í fjölbýli með ókunnugum á stofnunum. Þess vegna er engin hávær krafa um aukið fjármagn til barnaverndar í víðum skilningi. Þess vegna er fólk sem er veikt á geði og þarf læknisaðstoð vistað í fangageymslum og fíklar eru stimplaðir glæpamenn.

Hagfræðingar, lögfræðingar, læknar, atvinnustjórnmálamenn og annað fólk í fínum stöðum stjórnar umræðunni. Enda vel klætt og virðulegt.

Stjórnmál snúast því oft um að fjalla um málefni þeirra sem þurfa síst á aðstoð samfélagsins að halda.

Þessu verður að breyta.

Deildu