Vegna átaks gegn einelti

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

28/10/2009

28. 10. 2009

Í tilefni þess að Heimili og skóli standa nú fyrir sérstöku átaki gegn einelti langar mig til að deila með ykkur þeirri reynslu sem ég lenti í þegar ég var í grunnskóla. Umræddar reynslusögur voru um tíma til sýnis hér á Skoðun, en af einhverjum ástæðum tók ég þær út aftur. Þessar sögur voru upphaflega […]

Í tilefni þess að Heimili og skóli standa nú fyrir sérstöku átaki gegn einelti langar mig til að deila með ykkur þeirri reynslu sem ég lenti í þegar ég var í grunnskóla. Umræddar reynslusögur voru um tíma til sýnis hér á Skoðun, en af einhverjum ástæðum tók ég þær út aftur. Þessar sögur voru upphaflega settar inn á vefinn þegar ég tók þátt í að framleiða stuttan heimildarþátt um einelti: Einelti – Helvíti á Jörð árið 2003.

Vonandi geta þessar sögur vakið einhverja til umhugsunar:

Eineltisminningar 1: Siggi slef

Eineltisminningar 2: Ég hataði leikfimi

Eineltisminningar 3: Eftirminnileg slagsmál

Eineltisminningar 4: Þegar girt var niður um mig

Eineltisminningar 5: Veggurinn

Nánari umfjöllun um einelti má svo finna hér:

Einelti – www.skodun.is

Um heimildarþáttinn:  Einelti – Helvíti á Jörð

Einelti í grunnskólum kemur okkur öllum við. Einelti getur haft mjög alvarleg og varanleg áhrif á þá sem lenda í því. Þegar foreldrar senda barn sitt í skólann treysta þau því að það sé í öruggu umhverfi. En því miður er það ekki alltaf þannig.

Markmiðið með þessum heimildarþætti er að varpa ljósi á einelti. Hvað veldur því, hvaða áhrif það hefur og hvað hugsanlega er hægt að gera til að draga úr því.

Tekin hafa verið viðtöl við þekkta sem óþekkta Íslendinga sem tengjast einelti á einn eða annan hátt. Fórnarlömb, aðstandendur, sálfræðinga, kennara og marga fleiri.

Höfundar eru Kristbjörn H. Björnsson og Sigurður Hólm Gunnarsson. Þeir sjá um allan undirbúning og framkvæmd þáttarins.

Upptökur og tæknistjórn eru í höndum Björns Ófeigssonar og Sigurðar Pálmasonar hjá 8mm productions.

Það er einlæg von okkar að þessi heimildarþáttur verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um alvarlegar afleiðingar eineltis og um nauðsyn þess að öllum ráðum verði beitt til þess að koma í veg fyrir að börn verði fyrir slíkri reynslu.

Sigurður Hólm Gunnarsson (siggi@skodun.is)

Kristbjörn H. Björnsson (khb@hi.is)

Deildu