Bönnum umskurð

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

08/01/2004

8. 1. 2004

Umskurður kvenna er stundaður víðs vegar um heim oft í nafni íslamstrúar þó hann sé í raun hvergi boðaður í Kóraninum, trúarbók múslima. Talið er að allt að tvær milljónir stúlkna séu umskornar á hverju ári í heiminum. Þingmenn Vinstri grænna hafa lagt til að sett verði lög sem banna umskurð kvenna á Íslandi. Fagna […]

Umskurður kvenna er stundaður víðs vegar um heim oft í nafni íslamstrúar þó hann sé í raun hvergi boðaður í Kóraninum, trúarbók múslima. Talið er að allt að tvær milljónir stúlkna séu umskornar á hverju ári í heiminum. Þingmenn Vinstri grænna hafa lagt til að sett verði lög sem banna umskurð kvenna á Íslandi. Fagna ber þessari tillögu Vg enda getur umskurður kvenna vart talist annað en gróft ofbeldi gagnvart konum. Að mati undirritaðs ætti einnig að banna umskurð drengja.


Líkamleg misnotkun á börnum ætti alltaf að vera bönnuð og fordæmd í lýðræðisríkjum. Hvorki hefð né heilög trú getur afnumið rétt einstaklingsins yfir líkama sínum og lífi. Eitt mikilvægasta markmið stjórnvalda er að vernda þá sem eru veikastir fyrir og geta ekki varið sig sjálfir. Foreldrar og forráðamenn eru verndarar barna ekki eigendur þeirra. Því verður aldrei hægt að réttlæta líkamlega né andlega misnotkun barna með þeim rökum að foreldrar ráði yfir börnum sínum.

Umskurður drengja
Stjórnmálamenn ættu einnig að íhuga bann við umskurði drengja. Enda hlýtur það að umskera ósjálfráða drengi að teljast ofbeldi rétt eins og umskurður kvenna. Umskurður drengja er óafturkræf aðgerð sem getur haft ýmis áhrif á líf þeirra drengja sem umskornir eru. Þar að auki getur þessi óþarfa skurðaðgerð, sem oftast er framkvæmd í óþökk drengjanna, haft mjög alvarleg veikindi í för með sér, jafnvel dauða.

Rétt eins og með umskurð kvenna er umskurður drengja aðallega framkvæmdur af trúarlegum ástæðum og er aðgerðin algeng bæði meðal gyðinga og múslima. Engin trú eða hefð réttlætir hins vegar óþarfa skurðaðgerð á barni sem getur reynst því lífshættulegt.

Heimildir:
Complications of Circumcision

Deildu