Það hefur lengi verið ljóst að það er margt athugavert við hvernig farið er með eldri borgara hér á landi. Biðlistar eru langir, hjón eru aðskilin í ellinni, laun þeirra sem vinna við aðhlynningu eru skammarlega lág og svona má lengi telja. Stjórnmálamenn keppast þó við að lofa því að bæta ástandið, einhvern tímann eftir kosningar. Eins og svo oft áður segja ráðamenn eitt en gera annað. Þannig hefur komið í ljós að framkvæmdasjóður aldraðra, sjóður sem settur var á laggirnar sérstaklega til þess að kosta byggingu hjúkrunarheimila, er notaður í eitthvað allt annað.
Í svari við nýlegri fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingar, til yfirmanns heilbrigðismála kemur þannig í ljós að styrkir hafa verið veittir úr sjóðnum til halda tónleika og annað sem tengist augljóslega byggingu hjúkrunarrýma ekki neitt. Þessi meðferð á peningum skattgreiðenda er siðlaus og ófyrirgefanleg. Á meðan fjöldi aldraðra líður sálarkvalir vegna skorts á viðeigandi úrræðum efna stjórnarherrarnir til tónleika. Þetta er framkoma sem hlýtur að vera bæði ólögleg og svo sannarlega siðlaus.
Sjá:
Óperukórinn söng á kostnað aldraðra (visir.is)
Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um styrki úr Framkvæmdasjóði aldraðra frá Ástu R. Jóhannesdóttur.