Iðjuþjálfunardeild fyrir geðfatlaða lokað?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

23/02/2007

23. 2. 2007

Til stendur að loka iðjuþjálfunardeild fyrir geðfatlaða á Landspítalanum. Ástæðan er sú að enginn iðjuþjálfi fæst til að vinna þar vegna lágra launa. Þetta er að mínu viti hræðilegt ástand því ég veit að fjölmargir fá og hafa fengið mikla aðstoð þarna. Sjálfur vann ég þarna sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa í rúmt ár áður en ég […]

Til stendur að loka iðjuþjálfunardeild fyrir geðfatlaða á Landspítalanum. Ástæðan er sú að enginn iðjuþjálfi fæst til að vinna þar vegna lágra launa. Þetta er að mínu viti hræðilegt ástand því ég veit að fjölmargir fá og hafa fengið mikla aðstoð þarna. Sjálfur vann ég þarna sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa í rúmt ár áður en ég fór í skóla og þekki því vel til starfseminnar. Þarna mætti fólk með ýmis geðræn veikindi dag eftir dag og hreinlega blómstraði. Starfsemin þarna er hugsuð sem skref í átt að sjálfstæðu lífi skjólstæðinganna. Þarna vinnur fólk við ýmis verk, stundar handiðn, lærir á tölvur, tekur þátt í hópastarfi, skiptist á að elda o.s.frv. Þarna líður fólki vel.

Ef þessi deild verður lokuð veit ég álagið mun einungis færast yfir á heilsugæsluna eða geðdeild, og þau úrræði verða mun dýrari fyrir samfélagið. Það verður að tryggja áframhaldandi gott starf þarna. Ég hvet ráðamenn til að bregðast strax við þessu ástandi.

Deildu