- Segja að „heimili“ landsins séu skuldug að minnsta kosti sex sinnum á dag eða þar til fólk hættir að hlusta.
- Endurskilgreina „heimili“ þannig að hugtakið eigi bara við þá sem hafa tekið lán og keypt húsnæði. Leigjendur kallist hér eftir flökkufólk.
- Endurskilgreina orðið „forsendubrestur“ þannig að það fjalli bara um fólk sem tók lán og keypti sér húsnæði óháð efnahagslegri stöðu að öðru leyti. Afar mikilvægt er að láglauna- og millitekjufólk sem alls ekki hefur efni á að kaupa húsnæði átti sig á því að það varð ekki fyrir neinum alvöru forsendubresti. Kaupmáttarrýrnun, tapaðir sparipeningar, atvinnuleysi og annað álíka er bara kvabb. Bjóst þetta fólk virkilega við því að hér yrði allt alltaf í blóma?
- Setja skuldaleiðréttingamálin í nefnd og ákveða svo að ríkið (allir Íslendingar, líka þessir ófæddu) borgi fyrir „leiðréttingu“ lána ríka fólksins. Barnabarnabörnin geta borgað skuldir ríkissjóðs.
- Endurskilgreina orðið „leiðrétting“ þannig að tryggt sé að allir skilji að ekki sé hægt að „leiðrétta“ t.d. tekjutap vegna veikingar krónunnar. Hvað þá vegna atvinnuleysis eða hækkunar á þjónustugjöldum opinberra stofnanna. Það er bara hægt að leiðrétta lán!
- Tala aðeins meira um Icesave og gegn ESB. Minna á að vinstriflokkarnir gleymdu „heimilunum“ í landinu (sjá skilgreiningu í lið 2). Ekki gleyma þjóðinni, menningunni, tungunni og landinu (ekki tala of mikið um lambakjöt samt).
- Banna verðtryggingu strax með því að setja málið í nefnd. Alls ekki minnast á að það verður næstum ómögulegt fyrir venjulegt fólk að taka óverðtryggð húsnæðislán með krónu sem gjaldmiðil. Passa sig á því að flækja hugtakið „verðtrygging“ eins og hægt er þannig að fólk átti sig ekki á því að vertrygging er ekkert annað en aðferð til að reikna vexti. Aðferð sem erfitt er að losna við í landi þar sem von er á verðbólguskotum.
- Bjóða fólki upp á val um að taka óverðtryggt lán eða verðtryggt lán og gefa í skyn að það hafi ekki verið hægt áður. Passa sig samt á því að mæla ekki of mikið með því að fólk taki óverðtryggt lán. Mikilvægt að „leyfa fólkinu að ráða“ (fólk er fullfært um að skilja útreikninga og lánaskilmála bankastofnanna eins og sagan kennir okkur).
- Halda því fram að staða ríkissjóð sé miklu verri en talið var fyrir kosningar. Draga skipulega úr væntingum. Minnast aðeins meira á Icesave. Benda á að eina leiðin til að koma ferköntuðum hjólum atvinnulífsins af stað er að virkja allt sem hægt er að virkja, lækka skatta og afnema öll veiði og auðlindagjöld. Draga úr regluverki. Má gera í skrefum. Ef fólk skilur ekki hvernig þessi aðferð virkar muna þá að nota hugtakið að „stækka kökuna“ oft. Allir vilja stærri kökur.
- Ef ekki næst að leiðrétta allar skuldir og bjarga öllum „heimilum“ landsins (sjá aftur lið 2) er mikilvægt að benda á að það er í raun vinstriflokkunum að kenna. Munið þið eftir Icesave? Eða Skjaldborginni?
Delete samstundis.