Það er ekki það sama Jón og séra Örn Bárður Jónsson

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

26/01/2011

26. 1. 2011

Starfsmaður á leikskóla sem skrifaði í hálfkæringi á Facebook síðu sína að hann vildi kyrkja barn var umsvifalaust rekinn. Sviðsstjóri hjá Eflingu segir uppsagnir vegna slíkra ummæla vera algengar.  Aðallega er það fólk sem sinnir börnum og öldruðum sem fær að fjúka fyrir ósæmileg ummæli um skjólstæðinga sína. Þegar slík orð eru látin falla er […]

Starfsmaður á leikskóla sem skrifaði í hálfkæringi á Facebook síðu sína að hann vildi kyrkja barn var umsvifalaust rekinn. Sviðsstjóri hjá Eflingu segir uppsagnir vegna slíkra ummæla vera algengar.  Aðallega er það fólk sem sinnir börnum og öldruðum sem fær að fjúka fyrir ósæmileg ummæli um skjólstæðinga sína. Þegar slík orð eru látin falla er erfitt að „grípa til varna“ segir sviðsstjórinn.

Örn Bárður Jónsson, prestur og einn helsti talsmaður Guðs á Íslandi, vísar 15 ára barni sem skrifaði athugasemd á bloggsíðu prestsins á geðdeild Landspítalans. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Örn Bárður sýnir fólki sem leyfir sér að vera ósammála skoðunum hans rakinn dónaskap og óvirðingu.

Örn Bárður verður þó aldrei rekinn. Fær ekki einu sinni áminningu. Líklegast fær hann bara „high five“ frá Biskupsstofu fyrir að tækla syndugar gagnrýnisraddir.

Deildu