Hreiðar Eiríksson frambjóðandi Framsóknarflokksins og flugvallarvina segir á Fésbókarsíðu sinni í dag:
„Í dag las ég pistil eftir ungan mann sem vill að Reykjavíkurflugvöllur verði eyðilagður. Hann staðhæfði í pistli sínum að ef svo fer sem horfir, og núverandi meirihluti heldur velli í borgarstjórn Reykjavíkur, þá verði sú niðurstaða ekki túlkuð á annan veg en að kjósendur vilji láta eyðileggja flugvöllinn. Því miður er þetta rétt. Það er alveg afdráttarlaust að atkvæði sem greitt er þeim flokkum, sem mynda nú meirihluta, er atkvæði gegn flugvelli í Vatnsmýrinni.“ (Leturbreytingar SHG)
Nú veit ég ekki um hvaða pistil frambjóðandinn er að tala eða hvað ungi maðurinn sem skrifaði hann heitir. Ég er búinn að spyrja Hreiðar nokkrum sinnum en hann svarar mér ekki. Það er leiðinlegt því mig langar til að lesa þennan pistil þar sem ég fjallaði sjálfur aðeins um málið í dag í grein á Skoðun. Einnig setti ég fram þessa hugleiðingu á eigin Fésbókarsíðu um hvernig úrslit borgarstjórnarkosninga gætu verið túlkuð:
„Samkvæmt talsmönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sýna úrslit síðustu Alþingiskosningar skýrt að Íslendingar vilja ekki ganga í ESB. ESB flokkarnir „töpuðu“. Ef fram fer sem horfir og Samfylking og Björt Framtíð fara með sigur í borgarstjórnarkosningum eru þá ekki skilaboðin jafn skýr? Almenningur í borginni vill flugvöllinn burt. Flugvallarvinir „töpuðu“. Bíð spenntur eftir því hvernig næstu kosningar verða túlkaðar.“
Ólíkt unga manninum sem Hreiðar vísar til hef ég engan áhuga á að eyðileggja flugvöllinn í Reykjavík. Mér finnst flugvallarmálið einfaldlega afskaplega ómerkilegt samanborið við aðkallandi velferðarmál.
Sjá nánar: