Aðförin að einkabílnum og annað millistéttarvæl

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

20/05/2014

20. 5. 2014

Nú hef ég undanfarin ár búið bæði í miðbænum og í Grafarvogi. Alltaf á bíl, enda vinnan nokkuð langt frá heimili mínu. Ekki hef ég tekið eftir neinni „aðför“ að einkabílnum eða að mér persónulega sem ökumanni. Ég hef reyndar tekið eftir fleiri hjólastígum, að það tekur stundum fimm mínútur að finna bílastæði og í […]

Framsókn og flugvallarvinirNú hef ég undanfarin ár búið bæði í miðbænum og í Grafarvogi. Alltaf á bíl, enda vinnan nokkuð langt frá heimili mínu. Ekki hef ég tekið eftir neinni „aðför“ að einkabílnum eða að mér persónulega sem ökumanni. Ég hef reyndar tekið eftir fleiri hjólastígum, að það tekur stundum fimm mínútur að finna bílastæði og í einu þekktu dæmi fannst mér menn missa sig í einhverri lita- og listagleði við gerð hjólastíga. Þetta hræðilega ástand getur þó varla kallast „aðför“ að einkabílnum. Hvað næst? Er kannski verið að leggja ökumenn í EINELTI?

Orðræðan um meint átök hjólandi og keyrandi vegfarenda er að mestu leyti kjánaleg. Aðallega skil ég ekki hvernig fólk getur gert þetta mál að einhverju aðalatriði í kosningabaráttu. Það er dæmalaust efri-millistéttarvæl rétt eins og heit umræða um flugvöllinn (sem er ekki að fara neitt á næsta kjörtímabili), grasslátt og hreinar götur.  Ef málefni barna, barnafólks, leigjenda, húsnæðislausra og tekjulágra fengi meira rými í baráttunni um borgina væri ég sáttari. Málið er að heill flokkur hefur verið stofnaður til að vernda flugvöllinn og annar flokkur talar mest um grasslátt, skattalækkanir og nú síðast frjálsan opnunartíma skemmtistaða. Allt mál sem skipta einhverju máli. En í alvöru talað. Sérstök áhersla á þessi mál er ekkert annað en millistéttarvæl.

Sjá nánar:

Deildu