„Lækkum skatta en rukkum sjúklinga. Spörum útgjöld til vegagerðar og látum vegfarendur greiða tolla og önnur gjöld. Hlífum ferðaþjónustunni við hækkun á gistináttagjaldi og rukkum Íslendinga fyrir þann munað að skoða eigið land. Spörum í skólakerfinu en hækkum skólagjöld…
Það kostar að reka þetta samfélag! Sameinumst um þær tekjuöflunarleiðir sem bitna verst á þeim tekjulægstu!“
Þessi stefna virðist vera í gildi.
Hvenær var hún samþykkt og hver lagði hana til?