Stríðsæsingamenn dæma klöguskjóðu í 35 ára fangelsi (myndband)

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

21/08/2013

21. 8. 2013

Bradley Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir það eitt að láta almenning vita um grimmdarverk eigin ríkisstjórnar í stríðinu í Írak.* Er það virkilega sanngjarnt? Getur það staðist að í frjálsu lýðræðisríki fái maður hærri dóm fyrir að segja frá grimmdarverkum en sá sem fremur sömu grimmdarverk? Svar mitt er NEI! Manning […]

Bradley Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir það eitt að láta almenning vita um grimmdarverk eigin ríkisstjórnar í stríðinu í Írak.* Er það virkilega sanngjarnt? Getur það staðist að í frjálsu lýðræðisríki fái maður hærri dóm fyrir að segja frá grimmdarverkum en sá sem fremur sömu grimmdarverk? Svar mitt er NEI!

Manning braut lög, um það er ekki deilt. Ekki er þó hægt að setja samansem merki á milli lagabókstafs og siðferðis. Í mínum huga var það siðferðilega rétt af Manning að segja frá misgjörðum bandaríska hersins.

Fólk sem berst af alvöru fyrir réttlátum heimi krefst þess að lög sem reyna að koma í veg fyrir uppljóstranir sem þessar verði afnumin.

Það hefur alltaf hefur verið bannað, samkvæmt lögum, að kjafta frá grimmdarverkum eigin ríkisstjórnar. Valdstjórninni er alltaf illa við klöguskjóður.

Við skulum þó muna að án klöguskjóða og án hugrakks fólks sem er tilbúið til að brjóta lögin og berjast gegn óréttlæti væri heimurinn miklu verri staður. Við lítum þannig flest hver upp til lögbrjóta og klöguskjóða úr seinni heimstyrjöldinni. Að sama skapi eigum við að líta upp til Bradley Manning og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hann öðlist frelsi á ný.

Ég vil í það minnsta hvetja uppljóstrara til verka en um letja stríðsæsingarmenn. Ekki öfugt.

Besta vopnið gegn ofríki og ofbeldi hins opinbera er tjáningarfrelsið og það verður að vernda með öllum tiltækum friðsamlegum ráðum.

*Stríð sem sumir Íslendingar bera samábyrgð á!

Hér má sjá Colleteral  Murder myndbandið þar sem bandarískir hermenn murka lífið úr saklausi fólki:  

Deildu