Barnið mitt leggur ekki í einelti

Logo

Matthías Freyr Matthíasson

Matthías Freyr Matthíasson, oftast nær kallaður Matti Matt, er fæddur 1980 og er uppalinn á Akranesi og starfar hjá Reykjavíkurborg. Faðir stúlku sem er 7 ára gömul. Áhugamaður um baráttu gegn einelti, pólitík, trúmál, mannréttindi. Meðlimur í Bjartri framtíð og formaður ÍTH, Íþrótta og tómstundanefndar í Hafnarfirði Netfang: matti@skodun.is

21/08/2013

21. 8. 2013

Flestir og vonandi allir foreldrar vilja geta sagt setninguna hér að ofan upphátt og meint það. Flestir og vonandi allir foreldrar tala um mikilvægi þess að skilja ekki útundan, ekki stríða, ekki lemja, ekki niðurlægja og umfram allt koma vel fram við þá sem maður er að umgangast. Því miður er staðreyndin samt sú að […]

Kennari

Flestir og vonandi allir foreldrar vilja geta sagt setninguna hér að ofan upphátt og meint það. Flestir og vonandi allir foreldrar tala um mikilvægi þess að skilja ekki útundan, ekki stríða, ekki lemja, ekki niðurlægja og umfram allt koma vel fram við þá sem maður er að umgangast.

Því miður er staðreyndin samt sú að samkvæmt könnunum að eitt barn af hverju átta líður illa í skólanum. Það finnst mér rosalega hátt hlutfall. Markmið okkar sem eru foreldrar og eða kennarar/skólastjórnendur hljóta að vera þau að börnunum líður vel í skólanum. En þar eru jú börn og unglingar stóran hluta ævi sinnar.

Á morgun fimmtudaginn 22. Ágúst er skólasetning í flestum grunnskólum og börn sem eru að byrja í skólanum í fyrsta skipti fyllast eftirvæntingu yfir nýjum ævintýrum. En eins og fram kemur hér að ofan, er eitt barn af hverju átta sem er að koma í skólann á ný eftir sumarfrí ekki fullt af eftirvæntingu heldur kannski miklu frekar kvíða og vonleysi yfir því að skólinn skuli vera byrjaður á ný. En vonandi er þó von í brjósti viðkomandi einstaklings um að þessi vetur muni verða öðruvísi. Vissulega er ekki alltaf um einelti eða vonda hegðun samnemenda og eða kennara um að kenna þegar vanlíða barna er að ræða í skólanum. Það getur verið eitthvað utanaðkomandi sem um er að ræða sem barnið tekur með sér inn í skólann og þá er það skólayfirvalda að reyna að bregðast við þeim aðstæðum á réttan hátt.

En hvað geta foreldrar gert sem vilja með stolti geta sagt þessa setningu upphátt Barnið mitt leggur ekki í einelti. Að mínu mati og mun ég gera það þannig gagnvart dóttur minni að minna hana á þessa hluti.

  • Við berum virðingu gagnvart öllum og tölum fallega til og um fólk.
  • Við skiljum ekki útundan, ef einhver er skilinn útundan að þá förum við og bjóðum þeim hinum sama eða sömu að vera með.
  • Við stríðum ekki eða lemjum.

Þessi listi er ekki ótæmandi og sjálfsagt er hægt að bæta fullt við hann en þetta er í það minnsta byrjunin. En síðast en ekki síst er það hlutverk foreldra og forráðamanna að sjá til þess að garðurinn okkar sé hreinn, að við sýnum ekki hegðun frammi fyrir börnum okkar sem að við viljum ekki að þau taki upp. Að við vöndum okkur hvernig við tölum við og um fólk, að við sýnum öllum þá virðingu sem viðkomandi á skilið. Því börnin læra það sem fyrir þeim er haft, það er bara þannig.

Ég vona að komandi skólaár muni verða ánægjulegt fyrir alla. Að hvert og eitt barn fái að njóta sín í skólanum á sínum forsendum og nái að aðlagast því umhverfi. Við sem foreldrar stöndum frammi fyrir því verkefni að svo megi verða, ekki bara fyrir okkar barn eða börn. 

Deildu