Stjórnvöld taki virkan þátt í rafbílavæðingu Íslands

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

31/07/2013

31. 7. 2013

Ég hef lengi undrast hvers vegna Ísland er ekki algjört forystuland þegar kemur að rafbílavæðingu. Nú þegar eru til sölu flottir rafbílar sem líta nákvæmlega eins út og „venjulegir“ eldsneytisbílar og hafa svipaða eiginleika. Kostnaðurinn við rekstur rafbíla er margfallt minni en við rekstur hefðbundinna bíla. Ætla má að árskostnaður vegna rafmagns í rafbíla sé […]

Ég hef lengi undrast hvers vegna Ísland er ekki algjört forystuland þegar kemur að rafbílavæðingu. Nú þegar eru til sölu flottir rafbílar sem líta nákvæmlega eins út og „venjulegir“ eldsneytisbílar og hafa svipaða eiginleika. Kostnaðurinn við rekstur rafbíla er margfallt minni en við rekstur hefðbundinna bíla.

Ætla má að árskostnaður vegna rafmagns í rafbíla sé í kringum 5-10% af því sem kostar að kaupa bensín á bensínbíla. Þar að auki er fullyrt að kostnaður vegna viðhalds rafbíla sé miklu minni. Sem dæmi eru einingis fjórir hreyfanlegir hlutir í rafmótor á meðan þeir eru um þúsund í hefðbundinni bensínvél.  Í rafbíl er heldur ekki gírkassi eða pústkerfi. Semsagt mun færri hlutir sem geta bilað.

Á Íslandi er mikið til af hreinni orku sem hægt er að nota til að framleiða umhverfisvænt rafmagn. Með því að rafbílavæða Ísland væri hægt að draga úr mengun og um leið spara gjaldeyri sem annars fer í að kaupa og flytja inn olíu og varahluti í flókna eldsneytisbíla.

Í ljósi þess að rafbílavæðing myndi vera þjóðhagslega hagkvæm með því að draga bæði verulega úr kostnaði almennings og fyrirtækja við rekstur ökutækja og með því að draga verulega úr mengun tel ég að hið opinbera ætti að taka virkan þátt í þróuninni.

Hið opinbera  gæti þannig stutt dyggilega við uppbyggingu rafpóststöðva („bensínstöðva“ fyrir rafmagn) um allt land og með því að nýta skattkerfið enn frekar til að gera rafbílinn að aðlaðandi kosti fyrir almenning. Opinberar stofnanir gætu líka verið í fararbroddi í því að rafbílavæða bílaflota sinn.

Fyrir utan allan augljósan sparnað og minni mengun er meira en líklegt að Ísland fengi góða landkynningu fyrir að vera fremst meðal þjóða í notkun umhverfisvænna ökutækja.

Heimildir:

Nánar:

Deildu