„Fóstureyðingar eiga ekki að vera ókeypis frekar en fegrunaraðgerðir“

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

31/07/2013

31. 7. 2013

Gísli Freyr Valdórsson er nýr aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr er eflaust góður drengur en miðað við ýmsar þær skoðanir sem hann hefur haft í gegnum tíðina velti ég því fyrir mér hvort íslenski teboðsarmurinn sé að ná algerum völdum í Sjálfstæðisflokknum. Fyrir nokkrum árum gagnrýndi ég til dæmis afstöðu hans gegn fóstureyðingum. […]

Gísli Freyr Valdórsson er nýr aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr er eflaust góður drengur en miðað við ýmsar þær skoðanir sem hann hefur haft í gegnum tíðina velti ég því fyrir mér hvort íslenski teboðsarmurinn sé að ná algerum völdum í Sjálfstæðisflokknum.

Fyrir nokkrum árum gagnrýndi ég til dæmis afstöðu hans gegn fóstureyðingum. Líkti hann fóstureyðingum við fegrunaraðgerðir og sagði að konur ættu einfaldlega að bera ábyrgð á eigin hegðun (Sjá: Femínistar, frjálshyggjumenn og fóstureyðingar).

Einnig virðist Gísli Freyr ekki hafa yfirgripsmikla þekkingu á vísindum. Hann hefur efast um hnattræna hlýnun og sá þannig ástæðu til þess að benda fólki á að í eitt sinn hefði snjóað á meðan Al Gore hélt ræðu um málefnið (Sjá: Vísindakennsla fyrir hægrimenn).

Ríma þessar skoðanir ágætlega við málflutning bandarísku teboðshreyfingarinnar. Ég er ekki viss að mér líði vel með að fólk með þessar skoðanir vinni við að aðstoða ráðherra.

Deildu