Gísli Freyr Valdórsson er nýr aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr er eflaust góður drengur en miðað við ýmsar þær skoðanir sem hann hefur haft í gegnum tíðina velti ég því fyrir mér hvort íslenski teboðsarmurinn sé að ná algerum völdum í Sjálfstæðisflokknum.
Fyrir nokkrum árum gagnrýndi ég til dæmis afstöðu hans gegn fóstureyðingum. Líkti hann fóstureyðingum við fegrunaraðgerðir og sagði að konur ættu einfaldlega að bera ábyrgð á eigin hegðun (Sjá: Femínistar, frjálshyggjumenn og fóstureyðingar).
Einnig virðist Gísli Freyr ekki hafa yfirgripsmikla þekkingu á vísindum. Hann hefur efast um hnattræna hlýnun og sá þannig ástæðu til þess að benda fólki á að í eitt sinn hefði snjóað á meðan Al Gore hélt ræðu um málefnið (Sjá: Vísindakennsla fyrir hægrimenn).
Ríma þessar skoðanir ágætlega við málflutning bandarísku teboðshreyfingarinnar. Ég er ekki viss að mér líði vel með að fólk með þessar skoðanir vinni við að aðstoða ráðherra.