Þrjár athugasemdir við predikun biskups

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

07/06/2013

7. 6. 2013

Biskup predikaði við þingsetningu í gær, eins óviðeigandi og það nú er. Á meðan heimspekingur flutti hugvekju á vegum Siðmenntar um Lýðræði og ríkisvald á Hótel Borg vitnaði biskup í Biblíuna í Dómkirkjunni og sagði ýmislegt ágætt, eins og gengur. Hún sagði þó ýmislegt sem mig langar til að gera athugasemdir við. 1. Forsenda friðar? „Fyrir 1000 […]

Alþingi og dómkirkjaBiskup predikaði við þingsetningu í gær, eins óviðeigandi og það nú er. Á meðan heimspekingur flutti hugvekju á vegum Siðmenntar um Lýðræði og ríkisvald á Hótel Borg vitnaði biskup í Biblíuna í Dómkirkjunni og sagði ýmislegt ágætt, eins og gengur. Hún sagði þó ýmislegt sem mig langar til að gera athugasemdir við.

1. Forsenda friðar?
„Fyrir 1000 árum eða svo gerði Alþingi, þá samankomið á Þingvöllum sáttmála fyrir hönd þjóðarinnar. Þar var fest í lög „að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka…..“ Það var talin forsenda friðar í landinu að við hefðum „ein lög og einn sið“.“

Athugasemd: Biskup gefur í skyn að lög um „að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka…..“ hafi verið jákvætt skref á Íslandi. Þvert á móti má segja að með lögunum hafi trúfrelsi verið afnumið á Íslandi. Ólafur Noregskonungur var á þessum tíma nýbúinn að kristna landa sína og aðra. Ekki með sannfæringakrafti heldur með hótunum um ofbeldi og pyntingar. Friðurinn fólst í því að beygja sig undir vald konungs eða hafa verra af. Af hverju má aldrei minnast á þetta?

2. Íslensk þjóðmenning er kristileg?
„Þátttaka þingheims og gesta í guðsþjónustu fyrir þingsetningu ár hvert minnir á þennan sáttmála er Alþingi gerði fyrir hönd þjóðarinnar á Þingvöllum forðum. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar stendur að íslensk þjóðmenning verði í hávegum höfð, en sú menning er sprottin úr þeim kristna jarðvegi er festur var á Þingvöllum forðum.“

Athugasemd: Að framansögðu vona ég svo sannarlega að nýr stjórnarsáttmáli beri ekki mikinn keim af þúsund ára gömlum „friðarsáttmála“ um „ein lög og einn sið“. Íslensk þjóðmenning er ekki kristileg nema að nafninu til. Þúsund ára gamlir kristlingar myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir vissu um jafnrétti kvenna og umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum á Íslandi í dag. Hvað þá ef þeir vissu að kona væri biskup. Sumir af þeim sem eru lifandi eru reyndar ringlaðir af bræði yfir þeirri þvælu sem jafnrétti er.

3. Kirkjan þjónar öllum
„Kirkjan hefur það hlutverk að gæta menningarverðmæta þjóðarinnar. Hún hefur það hlutverk að þjóna öllum þeim er til hennar leita.“

Athugasemd: Eins og margoft hefur verið bent á þá þjónar Þjóðkirkjan ekki öllum. Það stangast beinlínis á við innri samþykktir Kirkjunnar. Því bið ég biskup og aðra vinsamlegast að hætta því að halda öðru fram.

Góðar stundir.

Deildu