Það er töff að vera trúleysingi

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

03/06/2013

3. 6. 2013

Kæra barn (sem mátt ekki vegna þroskaleysis keyra bíl, gifta þig, drekka áfengi, kjósa eða stunda aðrar fullorðinsathafnir): Það stendur ekki utan á þér að þú sért trúleysingi og húmanisti. En ef þú ert það finnur þú hvað lífið þitt er dýrmætara en þegar þú trúir á einhvern guð. Ef þú ert trúleysingi þá ertu […]

Kæra barn (sem mátt ekki vegna þroskaleysis keyra bíl, gifta þig, drekka áfengi, kjósa eða stunda aðrar fullorðinsathafnir): Það stendur ekki utan á þér að þú sért trúleysingi og húmanisti. En ef þú ert það finnur þú hvað lífið þitt er dýrmætara en þegar þú trúir á einhvern guð. Ef þú ert trúleysingi þá ertu fær um að geta  elskað, grátið og hlegið. Ef þú ert trúleysingi þá ert þú fær um að geta fyrirgefið þeim sem hafa gert eitthvað á þinn hlut. Það sem meira er þá getur þú samgleðst öðrum í stað þess að öfunda.

Að efast er töff fyrir þig! Vertu töff en efastu samt!

Nú veit ég að Siðmennt sendi ekki slík skilaboð heim til barna enda væri það kjánalegt.

Bústaðarkirkju finnst þó í lagi (töff?) að senda þennan áróður til barna:

„Það stendur ekki utan á þér hvort þú trúir. En þú finnur, að lífið þitt verður dýrmætara. Þá ertu fær um að geta elskað, grátið og hlegið. Fær um að geta fyrirgefið. Kannt að samgleðjast í stað þess að öfunda.“

„Að trúa er töff fyrir þig! Vertu töff en trúðu samt!

Má ekki leyfa börnum að vera í friði frá svona áróðri?

Viðbót 1: Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu segir í 7. grein:

„Í auglýsingum verður að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau.“

Viðbót 2: Í lögum um fjölmiðla, 38. gr. segir að óleyfilegt sé að:

„hvetja börn til þess að kaupa vöru eða þjónustu með því að notfæra sér reynsluleysi þeirra eða trúgirni“

Annað nýlegt dæmi um áróður:

Deildu