Smásaga af góðum heiðingja í helvíti

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

21/05/2013

21. 5. 2013

Einu sinni var uppi „góður maður“. Hann dó. Samkvæmt samferðarmönnum var hann ágætis maður og vann góð verk. Hann trúði þó ekki á Guð. Þetta voru mikil mistök því eftir dauðann kom engill og flutti „góða manninn“ til himna þar sem hann var dæmdur af hinum allra heilagasta. Kom þá í ljós að „góði maðurinn“ […]

Einu sinni var uppi „góður maður“. Hann dó. Samkvæmt samferðarmönnum var hann ágætis maður og vann góð verk. Hann trúði þó ekki á Guð. Þetta voru mikil mistök því eftir dauðann kom engill og flutti „góða manninn“ til himna þar sem hann var dæmdur af hinum allra heilagasta. Kom þá í ljós að „góði maðurinn“ hafði meðan hann lifði meðal annars horft á fallega konu og hugsað með sér „girnileg þessi!“ Þar með drýgði maðurinn „hór með henni í hjarta sínu.“ (Matt. 5.28). Hann sagði líka óheppilega brandara sem unglingur, óhlýðnaðist foreldrum sínum og gott ef hann fór ekki eitt sinn með málshátt eftir Sverri Stormsker…

1 girnd

 

Eins og gefur að skilja gat hinn alvitri og réttláti Guð ekki gert annað en að bölva „góða manninum“ og sent hann í þann „eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans.“ (Matt. 25.41).

Í helvíti mun svo „góði maðurinn“ dvelja í eilífri refsingu.

2 dæmdur

Amen!

Eins gott að ég hef aldrei horft á fallega konu og hugsað: „girnileg þessi!“

Heimildir:

  • Biblían – heilög ritning
  • „Þetta var þitt líf!“ – upplýsingarit J.T.C. (lifdu.org)
  • Saurugar hugsanir heiðingja (skodun.is)
Deildu