Takk Jóhanna!

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

26/04/2013

26. 4. 2013

Hún var falleg stundin fyrir framan Stjórnarráðið í dag þegar fjölmargir Íslendingar komu saman og gáfu Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra rós í þakklætisskyni fyrir störf unnin í þágu þjóðarinnar.  Þarna mætti fólk úr ýmsum flokkum. Ég sá í það minnsta fólk sem ég veit að er í Vinstri grænum og Pírataflokknum. Auðvitað var mikið af Samfylkingarfólki […]

Jóhanna_2013-04-26Hún var falleg stundin fyrir framan Stjórnarráðið í dag þegar fjölmargir Íslendingar komu saman og gáfu Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra rós í þakklætisskyni fyrir störf unnin í þágu þjóðarinnar.  Þarna mætti fólk úr ýmsum flokkum. Ég sá í það minnsta fólk sem ég veit að er í Vinstri grænum og Pírataflokknum. Auðvitað var mikið af Samfylkingarfólki á staðnum.

Undanfarin fjögur ár hefur svo oft og mikið verið talað illa um þessa merku konu að mér hefur blöskrað. Þar hafa ekki bara verið einhverjir nafnlausir misvitringar á ferð heldur einnig „virðulegt“ fólk.

Það var löngu kominn tími til að þakka Jóhönnu fyrir sín störf. Jóhanna er einn merkasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur unnið mikið og vel og verið góð fyrirmynd. Eftir hrunið þurftum við á Jóhönnu að halda.

Þetta geta flestir tekið undir, líka þeir sem hafa ekki verið sammála Jóhönnu í pólitík.

Takk Jóhanna!

Deildu