Að vera klaufi

Logo

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir er fædd 1986 á Akranesi, á þrjá syni, tvo ketti en bara einn mann. Hún starfar sem félagsráðgjafi og hefur áhuga á samskiptum, samfélögum, manneskjum, pólitík og öðrum lífsins gæðum.

18/03/2013

18. 3. 2013

Ég á það til að vera bæði óheppin og hinn mesti klaufi. Ég skrifa þetta helst á einhverskonar hvatvísi og athyglisbrest (þó ég hafi ekki verið greind með neitt slíkt). Það er ekki auðvelt alltaf að vera svona. Stundum klúðrar maður einhverju stórfeldu en yfirleitt eru þetta smáhlutir sem hægt er að hlægja af seinna. […]

stelpaÉg á það til að vera bæði óheppin og hinn mesti klaufi. Ég skrifa þetta helst á einhverskonar hvatvísi og athyglisbrest (þó ég hafi ekki verið greind með neitt slíkt). Það er ekki auðvelt alltaf að vera svona. Stundum klúðrar maður einhverju stórfeldu en yfirleitt eru þetta smáhlutir sem hægt er að hlægja af seinna.

Mér hefur tekist til dæmis að:

  • skella bílhurðum á eigin putta
  • opna bílhurð á nefið
  • gleyma að skrúfa frá vatninu þegar látið er renna í bað
  • gleyma (95% tilvika) að loka ísskápnum/frystinum
  • festa ýmislegt í hárinu á mér (s.s. þjófavörn, mat, tyggjó o.s.frv. )
  • svissa hlutum eins og að setja notaða bleyju inni í ísskáp og það sem á að fara inn í ísskáp í ruslið.
  • missa síma út um glugga á bíl
  • labba á þröskulda, ljósastaura og glerhurðir
  • missa eitthvað sem dettur ofaná eitthvað sem hefur keðjuverkandi domino áhrif þangað til eitthvað brotnar
  • ..o.s.frv.

En svo eru stundum verri klúður eins og að uppgötva útelt vegabréf í flugstöðinni, mæta degi of seint á mikilvæga fundi eða að gera mistök sem særa eða hafa áhrif á líf annarra.

i-never-make-the-same-mistake-twice-38424Í gegnum tíðina hef ég þurft að tileinka mér ákveðið viðhorf til þessarar klaufsku. Í stað þess að verða pirruð eða fúl og láta atvikið eyðileggja fyrir mér daginn hlæ ég bara og tekst á við afleiðingarnar. Ég brosi við mistökunum og held bara áfram með lífið. Klaufaskan er efni í góða frásögn til að skemmta vinum og vandamönnum! Hvernig maður fer út í daginn og lítur á hlutina hefur svo mikið að segja um eigin líðan. Öll vandamál geta verið stórvægileg ef maður er illa upplagður. Brostu út í daginn og dagurinn brosir við þér.

Deildu