Takmarka þarf vald stjórnvalda til að styðja stríðsátök í nafni íslensku þjóðarinnar

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

11/11/2010

11. 11. 2010

Í fjölmiðlum í dag er fjallað um það hvernig tveir ráðamenn, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, gerðu Íslendinga samseka í ólöglegu árásarstríði Bandaríkjanna gegn Írak í mars 2003. Í frétt á Vísi.is segir m.a.: „Fram hefur komið að Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tóku ákvörðun um stuðning, án samráðs við aðra. […]

Í fjölmiðlum í dag er fjallað um það hvernig tveir ráðamenn, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, gerðu Íslendinga samseka í ólöglegu árásarstríði Bandaríkjanna gegn Írak í mars 2003. Í frétt á Vísi.is segir m.a.:

„Fram hefur komið að Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tóku ákvörðun um stuðning, án samráðs við aðra. Nýlega kom hins vegar á daginn, að aðdragandinn að þessum stuðningi var nokkur.“

Afar mikilvægt er að svona vinnubrögð geti ekki átt sér stað aftur og því er það eitt af mínum stefnumálum að vald stjórnvalda til að styðja stríðsátök í nafni Íslendinga allra verði verulega takmarkað í stjórnarskrá.

Úr stefnuskrá:
„Skýrar takmarkanir eiga að vera á valdi framkvæmdavaldsins til að styðja stríðsátök í nafni íslensku þjóðarinnar. Í það minnsta ætti að þurfa samþykki aukins meirihluta þingsins og helst samþykki þjóðarinnar í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi ástand, þar sem örfáir valdhafar geta gert alla Íslendinga að óbeinum þátttakendum í stríðsátökum, er óásættanlegt.“

Sjá nánar:

Vinsamlegast smellið á „Like“ til að styðja framboð mitt:

Deildu