Akureyrarmódelið – lokaverkefni í iðjuþjálfun

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

13/05/2009

13. 5. 2009

Ég og vinur minn Guðjón Benediktsson skiluðum af okkur lokaverkefni í iðjuþjálfun í gær. Umfjöllunarefni verkefnisins var „Akureyrarmódelið“ svokallaða í félagsþjónustu. Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að útskýra hvað felst í hugtakinu „Akureyrarmódelið“ að mati þeirra fagaðila sem annað hvort komu að uppbyggingu félagsþjónustunnar á Akureyri og/eða hafa tekið þátt í starfsemi hennar. Helstu […]

Ég og vinur minn Guðjón Benediktsson skiluðum af okkur lokaverkefni í iðjuþjálfun í gær. Umfjöllunarefni verkefnisins var „Akureyrarmódelið“ svokallaða í félagsþjónustu. Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að útskýra hvað felst í hugtakinu „Akureyrarmódelið“ að mati þeirra fagaðila sem annað hvort komu að uppbyggingu félagsþjónustunnar á Akureyri og/eða hafa tekið þátt í starfsemi hennar.

Helstu niðurstöður eru þær að „Akureyrarmódelið“ einkennist af því að því fyrirkomulagi að þjónusta við fatlaða sé á einni hendi (sveitarfélagsins), þverfaglegri teymisvinnu og að þjónustan sé veitt á forsendum notenda. Persónulega er ég sannfærður um að breytingarnar sem hafa átt sér stað á félagsþjónustunni á Akureyri undanfarin ár séu skref í rétta átt til að bæta þjónustu við notendur.

Stefnt er að því að sveitarfélög taki alfarið yfir málefni fatlaðra árið 2011 og því mikilvægt að nýta sér reynslu þeirra sveitarfélaga sem nú þegar hafa stigið það skref.

Deildu