The Curse of Ignorance

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

26/09/2008

26. 9. 2008

The Curse of Ignorance Eftir: Arthur Findlay Umfjöllun: Einfaldlega ein af mínum uppáhaldsbókum. The Curse of Ignorance er merkilegasta sagnfræðirit sem ég hef lesið. Bókin kom fyrst út árið 1947 og er meistaraverk skoska athafnamannsins, fríþenkjarans og spíritistans Arthur Findlay. Þegar seinni heimstyrjöldin skall á var Findlay nóg boðið. Hann taldi fáfræði mannsins helstu orsök […]

The Curse of Ignorance

Eftir: Arthur Findlay

Umfjöllun:

Einfaldlega ein af mínum uppáhaldsbókum. The Curse of Ignorance er merkilegasta sagnfræðirit sem ég hef lesið. Bókin kom fyrst út árið 1947 og er meistaraverk skoska athafnamannsins, fríþenkjarans og spíritistans Arthur Findlay. Þegar seinni heimstyrjöldin skall á var Findlay nóg boðið. Hann taldi fáfræði mannsins helstu orsök stríðsins mikla og hann vissi að ef almenningur lærði ekki óritskoðaða sögu mannsins gæti hann aldrei lært af reynslunni. Sagan er oftast skrifuð af sigurvegurunum sem oftar en ekki ritskoða neikvæðar staðreyndir um þá sjálfa. Þessu vildi Findlay breyta.

curse_of_ignoranceÍ heil sjö ár eyddi Findlay sex klukkutímum á dag, alla daga vikunnar, í að skrifa The Curse of Ignorance og niðurstaðan er meistaraverk sem margir hafa líkt við The Rise and Fall of the Roman Empire eftir Edward Gibbon.

Bók Findlays spannar sögu mannkyns frá upphafi fyrstu menningarsamfélaga til loka seinna stríðs. Ólíkt öðrum sagnfræðibókum er mikið fjallað um rétt og rangt í The Curse of Ignorance. Hverjum kafla fylgja siðferðilegar vangaveltur sem gerir bókina einstaka.

Það var í þessari bók sem ég las fyrst um fríþenkjarann og frelsishetjuna Thomas Paine, sem án efa er einn merkasti maður sem uppi hefur verið.

Harðir efasemdamenn kunna að efast um ágæti þessarar bókar þar sem Findlay var ákafur spíritisti. Reyndar er hann hvað þekktastur fyrir bók sína On the Edge of the Etheric þar sem hann fjallar um reynslu sína af „miðlinum“ John Sloan. Áhrifa trúar hans á líf eftir dauðann gætir oft í frásögn hans og gæti það farið í taugarnar á sumum.

Ég fer þó ekki ofan af því að The Curse of Ignorance er með betri bókum sem ég hef nokkuð tímann lesið. Það er ekki af ástæðulausu að ég hef lesið mitt eintak nokkrum sinnum.

Bókin er í tveim bindum sem hvort um sig er um 1200 blaðsíður.

Lesa umfjöllun um The Curse of Ignorance sem birtist í ýmsum blöðum

Lesa kafla úr bókinni um Thomas Paine

Deildu