Lúther og gyðingahatrið – ritskoðun sögunnar

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

10/12/2007

10. 12. 2007

Vinur minn hafði samband við mig og benti mér á að ritskoðun færi fram á vefnum www.tru.is sem Þjóðkirkjan heldur úti. Á vefnum er fólki boðið upp á að senda inn spurningar sem tengjast trúmálum. Í nýlegu færslu er verið að verið að svara spurningunni „Hverjir voru Páll postuli og Martin Lúther?“ Vinur minn ákvað […]

Vinur minn hafði samband við mig og benti mér á að ritskoðun færi fram á vefnum www.tru.is sem Þjóðkirkjan heldur úti. Á vefnum er fólki boðið upp á að senda inn spurningar sem tengjast trúmálum. Í nýlegu færslu er verið að verið að svara spurningunni „Hverjir voru Páll postuli og Martin Lúther?“ Vinur minn ákvað að senda inn athugasemd við svarið sem þar birtist og spyr hvort ekki sé eðlilegt að segja alla söguna um Lúther. Til að mynda er hvergi minnst á gyðingahatur Lúthers og þá staðreynd að hann skrifaði bók þar sem hann hvatti til þess að gyðingar yrðu myrtir. Þessi athugasemd hefur ekki verið birt á www.tru.is af einhverjum ástæðum. Er ekki í lagi að fólk viti allt um Martin Lúther? Af einhverjum ástæðum „gleymist“ alltaf að kenna um þetta ofstæki hans.


Í svari www.trú.is segir t.d.:

„Lúther náði vel til fólksins, hann notaði prenttæknina sem þá var nýtilkominn og gaf út bæklinga og styttri rit sem fluttu boðskap hans beint til almennings á þeirra eigin tungumáli og hann tók vinsæla söngva og samdi við þá trúarlega texta.”

Svo sannarlega náði Lúther vel til fólksins. Hann notaði einmitt prenttæknina til að gefa út bókina „Um gyðingar og lygar þeirra“ sem er eitt öflugasta haturs-áróðursrit sem nokkurn tímann hefur verið fest á prent. Nasistar voru einkar hrifnir af þessu riti og var það til sýnis á ofstækissamkomum þeirra í Nuremberg.

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein þar sem ég benti einmitt á ofstækið í Lúther. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Guðfræðingar höfðu samband við mig og sökuðu um lygar. Háskólalærðir guðfræðingarnir höfðu aldrei heyrt um gyðingahatur Lúters. Stundum er talað um að fólk læri ekki af sögunni. Ég held að sannara sé að segja að fólk lærir alls ekki söguna, heldur einhverja ritskoðaða skrípamynd af henni.


Sjá nánar:
Marteinn Lúter – siðbótamaður eða siðleysingi?

On the Jews and Their Lies

Deildu