Trúleysingjar eru oft sjálfum sér verstir

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

10/06/2007

10. 6. 2007

Robert J. Sawyer, sem er minn uppáhalds vísindaskáldsagnarithöfundur, skrifar afar áhugaverðar greinar um neikvæða upplifun sína af trúleysingjum á vefsíðu sinni www.sfwriter.com. Sawyer, sem sjálfur er trúleysingi og þróunarsinni, segir t.a.m. frá því hvernig hann hefur verið harðlega gagnrýndur af trúleysingjum á blaðinu „Skeptical Inquirer“ fyrir það eitt að fjalla um afstöðu sköpunarsinna í bókum […]

Robert J. Sawyer, sem er minn uppáhalds vísindaskáldsagnarithöfundur, skrifar afar áhugaverðar greinar um neikvæða upplifun sína af trúleysingjum á vefsíðu sinni www.sfwriter.com. Sawyer, sem sjálfur er trúleysingi og þróunarsinni, segir t.a.m. frá því hvernig hann hefur verið harðlega gagnrýndur af trúleysingjum á blaðinu „Skeptical Inquirer“ fyrir það eitt að fjalla um afstöðu sköpunarsinna í bókum sínum. Sawyer er þeirrar skoðunar, rétt eins og ég, að trúleysingjar séu oft sjálfum sér verstir. Óbilgjarn málflutningur þeirra verður oft til þess að fólk álítur trúleysingja alla vera hrokafulla og lokaða.

Sem siðrænn húmanisti, og þar með trúleysingi, hef ég oft haft áhyggjur af málflutningi trúleysingja. Ég er sammála Sawyer að margir trúleysingjar virka afskaplega hrokafullir og þeir eiga það til að tala niðrandi til þeirra sem eru þeim ekki sammála. Þetta er leiðinlegt því langflestir þeir trúleysingjar sem ég þekki eru opnir, áhugasamir um ólíkar lífsskoðanir og forvitnir um undur heimsins.

Oft óska ég þess að fleiri trúleysingjar tækju Carl Sagan heitinn sér til fyrirmyndar og einbeittu sér að því að fjalla jákvætt um lífskoðun sína án þess að gera lítið úr öðrum að óþörfu.

Greinar um trúleysi eftir Robert J. Sawyer
First Letter to The Skeptical Inquirer
(Sawyer gagnrýnir umfjöllun Skeptical Inquirer um bók sína Calculating God)

Second Letter to The Skeptical Inquirer
(Sawyer gagnrýnir umfjöllun Skeptical Inquirer um bók sína Calculating God)

A Bright Idea for Atheists
(Sawyer fjallar um hroka sumra trúleysingja sem vilja kalla sig Brights)

Science and God
(Hugleiðingar um vísindi og hugmyndina um guð)

Umfjöllun um bók Richard Dawkins „The God Delusion“
(Sawyer, sem sjálfur er trúleysingi, valdi hana sem bók ársins 2006.)

Deildu