Er yfirvöldum sama um gamla fólkið?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

16/02/2006

16. 2. 2006

Ásta Ragnheiður, þingmaður Samfylkingar, hefur verið dugleg að benda á hrikalegar aðstæður eldra fólks hér á höfuðborgarsvæðinu. Um 450 aldraðir einstaklingar eru í mikilli þörf fyrir hjúkrunarvist og búa nú við ömurlegar aðstæður. Sumir hafa þurft að búa á sjúkrahúsum í meira en heilt ár! Ég þekki þetta mál af eigin raun enda búa amma […]

Ásta Ragnheiður, þingmaður Samfylkingar, hefur verið dugleg að benda á hrikalegar aðstæður eldra fólks hér á höfuðborgarsvæðinu. Um 450 aldraðir einstaklingar eru í mikilli þörf fyrir hjúkrunarvist og búa nú við ömurlegar aðstæður. Sumir hafa þurft að búa á sjúkrahúsum í meira en heilt ár! Ég þekki þetta mál af eigin raun enda búa amma mín og afi í föðurætt við það ástand að geta ekki búið saman sín efri ár vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Er hægt að réttlæta ástand í þessu ríka landi okkar þar sem gamalt fólk býr við ömurleg kjör og er að veslast upp í þunglyndi sín síðustu ár?

Það er ekki laust við að maður spyrji hvort yfirvöldum sé sama um gamla fólkið. Þetta getur ekki verið eðlilegt ástand í einu ríkasta landi heims.

Ég skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir rúmum mánuði þar sem ég fjalla um aðstæður ömmu minnar og afa og kref stjórnvöld um útskýringar. Greinin hefur hins vegar ekki fengist birt, að sögn vegna plássleysis. Ég vona svo sannarlega að hún verði birt fljótlega því það er þörf á meiri umræðu um þessi mál.

Ítarefni:
Hver vill búa á bráðadeild? (grein eftir Ástu Ragnheiði)

Deildu