Próf og lestrarjól

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

19/01/2006

19. 1. 2006

Ég hef verið hrikalega latur við að uppfæra Skoðun síðustu misseri eins og lesendur hafa tekið eftir. Helsta ástæðan er sú að ég hef haft mikið að gera. Ég var til dæmis í prófum í desember sem ég þurftu að einbeita mér að. Eftir prófin notaði ég tímann vel til að lesa bækur sem ekki […]

Ég hef verið hrikalega latur við að uppfæra Skoðun síðustu misseri eins og lesendur hafa tekið eftir. Helsta ástæðan er sú að ég hef haft mikið að gera. Ég var til dæmis í prófum í desember sem ég þurftu að einbeita mér að. Eftir prófin notaði ég tímann vel til að lesa bækur sem ekki tengdust skólanum. Allt bækur sem ég mæli eindregið með.

Á fyrstu önninni í iðjuþjálfun (sem lauk nú um áramótin) var áfangi í heimspeki, eða öllu heldur siðfræði. Þetta voru stórskemmtilegir tímar sem að vöktu áhuga minn á að lesa meira um heimspeki. Ég varð mér því út um Utilitarianism eftir John Stuart Mill og nokkrar bækur eftir hinn umdeilda en skemmtilega heimspeking Peter Singer (Practical Ethics, Animal Liberation, Rethinking Life and Death og President of Good and Evil). Svo las ég nýjustu bók Al FrankenThe Truth.

Þetta eru allt mjög áhugaverðar bækur. Ég mæli eindregið með Practical Ethics fyrir þá sem hafa áhuga á heimspeki. Hún er afar vel skrifuð og laus við allt jargon og formlegheit. Hver sem er, sem kann ensku vitaskuld, getur lesið þessa bók og haft gaman af. Að sama skapi mæli ég með President of Good and Evil og The Truth fyrir þá sem hafa gaman að lesa um bandarísk stjórnmál. Al Franken (The Truth) fjallar um Bush og félaga á kómískan máta á meðan Peter Singer (President of Good and Evil) skrifar um siðferði Bandaríkjaforseta (sem ekki er upp á marga fiska).

Á náttborðinu mínu liggja nú enn fleiri bækur sem bíða eftir því að verða lesnar. Þar á meðal flestar bækurnar eftir líffræðinginn Richard Dawkins sem er væntanlegur á trúleysisráðstefnuna sem haldinn verður í Reykjavík í sumar. Er reyndar byrjaður að lesa The Blind Watchmaker (aftur, las hana fyrir löngu) og er hún frábær.

Aðrar bækur sem ég bíð spenntur eftir að lesa eru Ideal Code, Real World : A Rule-Consequentialist Theory of Morality (heimspeki) og The End of Faith: Religion, Terror, and the Future of Reason sem fjallar meðal annars um þátt trúarbragða í hryðjuverkum.

Deildu