Áhugaverð kvikmyndahátíð

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

21/10/2004

21. 10. 2004

Ég á til með að mæla með nokkrum pólitískum heimildarmyndum sem sýndar eru í Háskólabíói þessa dagana. Þetta eru myndirnar Outfoxed: Rupert Murdoch’s War on Journalism, The Corporation, The Yes Men og Bush’s Brain. Outfoxed og The Corporation eru áhugaverðastar enda báðar mjög vandaðar myndir. Outfoxed fjallar um “sanngjörnu og hlutlausu “fréttastöðina”” Fox, sem er […]

Ég á til með að mæla með nokkrum pólitískum heimildarmyndum sem sýndar eru í Háskólabíói þessa dagana. Þetta eru myndirnar Outfoxed: Rupert Murdoch’s War on Journalism, The Corporation, The Yes Men og Bush’s Brain. Outfoxed og The Corporation eru áhugaverðastar enda báðar mjög vandaðar myndir. Outfoxed fjallar um “sanngjörnu og hlutlausu “fréttastöðina”” Fox, sem er hvorki sanngjörn né hlutlaus, og varla fréttastöð. Í The Corporation er fjallað um áhrif stórfyrirtækja á líf okkar allra, lýðræðið og umhverfið.

The Yes Men og Bush’s Brain eru mun síðri myndir að mínu mati en þó nokkuð áhugaverðar. Í The Yes Men er sagt frá nokkrum andstæðingum alþjóðavæðingar sem ferðast um heiminn og þykjast vera fulltrúar The World Trade Organization. Á ferðalögum sínum komast þeir upp með það að halda ræður þar sem þrælahald er réttlætt út frá viðskiptasjónarmiðum, og fáir virðast kippa sér upp við þá hugmynd. Í Bush’s Brain er Karl Rove, einn helsti ráðgjafi Bush, aðalviðfangsefnið. Nokkuð ljóst er að sá maður er siðspilltur pólitíkus sem gerir hvað sem er til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Áhugaverð, en frekar illa gerð mynd.

Ég hvet alla sem hafa áhuga á pólitík og blaðamennsku til að kíkja á þessar myndir, sérstaklega Outfoxed og The Corporation.

Umfjöllun um ofangreindar myndir á Internet Movie Database:
Outfoxed
The Corporation
The Yes Men
Bush’s Brain

Deildu