Afgerandi sigur Kerrys

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

14/10/2004

14. 10. 2004

Jón Ormur Halldórsson skrifaði ágæta grein í Fréttablaðið í gær þar sem rakti muninn á John Kerry og George W. Bush. Munurinn er í raun afskaplega lítill. Ef Kerry og Bush væru evrópskir stjórnmálamenn þá væru þeir líklegast í sama flokki, langt hægra megin við helstu hægriflokka Evrópu. Það breytir því ekki að í augum […]

Jón Ormur Halldórsson skrifaði ágæta grein í Fréttablaðið í gær þar sem rakti muninn á John Kerry og George W. Bush. Munurinn er í raun afskaplega lítill. Ef Kerry og Bush væru evrópskir stjórnmálamenn þá væru þeir líklegast í sama flokki, langt hægra megin við helstu hægriflokka Evrópu. Það breytir því ekki að í augum frjálslyndra eru skoðanir Kerrys þó töluvert manneskjulegri en skoðanir Bush. Við sem teljum Kerry illskárri valkost getum fagnað nú þegar þriðja og síðasta opinbera kappræða þeirra er yfirstaðin. Í kappræðunum í nótt gersigraði Kerry. Kerry hefur reyndar staðið sig augljóslega betur en Bush í öllum kappræðunum en í þetta sinn var sigur hans afgerandi.

Nú viðurkenni ég fúslega að ég “held með” Kerry. Ég hef satt að segja afar takmarkað álit á Bush og er nokkuð viss um að hvaða maður sem er væri betur til þess fallinn að stjórna voldugasta ríki veraldar en George W. Ég er því langt frá því að vera hlutlaus áhorfandi. Þó held ég að ég geti fullyrt að Kerry hafi staðið sig afgerandi betur en Bush í kappræðunum í nótt. Hann var yfirvegaður, fljótur til svara og sannfærandi. Bush virtist hins vegar afar óöruggur og illa undirbúinn. Kerry var forsetalegur á meðan Bush glotti og hló eins og götustrákur.

Yfirlýsing kvöldsins hlýtur að vera:
„Our health-care system is the envy of the world“ – George W. Bush

Deildu