Ungir frjálshyggjumenn hafa sett upp vefsíðu til minningar um morðingjann og “alþýðuhetjuna” Che Guevara. Ég mæli eindregið með þessari síðu. Það er óþolandi að sjá yfirlýsta vinstrisinnaða friðarsinna ganga um í bolum merkta þessum morðingja. Ég hvet frjálshyggjumenn til að fjalla næst um siðblindingjann, og frelsisgyðju margra frjálshyggjumanna, Margaret Thatcher. Thatcher er meðal annars þekkt fyrir að vera náinn vinur og stuðningsmaður stríðsglæpamannsins Augusto Pinochet. Frjálshyggjumenn virðast þó margir hverjir dást að Thatcher og ganga jafnel í bolum merkta henni.
Augusto Pinochet Ugarte var einræðisherra í Chile í sautján ár og bar ábyrgð á ótal morðum, pyntingum, mannránum og ofsóknum. Fórnarlömb hans voru mestmegnis pólitískir andstæðingar. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var ekki aðeins vinur Hannesar Hólmsteins, erkifrjálshyggjumanns, heldur einnig mikill vinur Pinochet. Þrátt fyrir þetta elska og dá frjálshyggjumenn þessa konu. Undarlegt.
Á valdatíð sinni lét Pinochet líklegast myrða og pynta yfir 3000 manns. Thatcher sakaði þá sem vildu draga morðingjann fyrir dóm um “pólitískar ofsóknir”. Thatcher sagðist fyrst og fremst hafa “áhyggjur af heilsu” þessa gamla félaga. Líklegast óttaðist járnfrúin að leiðinlegt yrði að halda teboð án fjöldamorðingja.
- Er ekki eitthvað bogið við að fólk sem segist vera hlynnt frelsi skuli líka ganga í bolum með mynd af konu sem studdi fjöldamorðingja?
- Hvernig getur fólk sem segist vera fylgjandi tjáningarfrelsi klætt sig í Thatcher bol, þegar hún studdi alla tíð fjöldamorðingja á borð við Pinochet?
- Er ekki hámark hræsninnar að halda upp á Thatcher, konu sem studdi eindregið einræðisherra sem aflífaði fólk án réttarhalda, þegar viðkomandi segist fylgjandi því að fólk fái að verjast ásökunum fyrir rétti?
- Hvernig getur nokkur manneskja sem ber virðingu fyrir lífi fólks klætt sig í bol með mynd af þessum siðleysingja?
„Sometimes democracy must be bathed in blood.“
Augusto Pinochet„A world without nuclear weapons would be less stable and more dangerous for all of us.“
„What Britain needs is an iron lady.“
Margaret Thatcher
Ítarefni:
Che Guevara, tískufyrirbærið og morðinginn
http://che.uf.is/
Almennt um Pinochet
http://www.guardian.co.uk/pinochet/0,11993,179253,00.html
Glæpir Pinochet
http://www.guardian.co.uk/pinochet/Story/0,11993,190571,00.html
Thatcher bolur til sölu
http://www.sus.is/media/verslun/bolurinn.jpg
Human rights watch
http://www.hrw.org/campaigns/chile98/