Á að leyfa áfengisauglýsingar?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

21/01/2004

21. 1. 2004

Íslenskir áfengisframleiðendur eru afar svekktir yfir því að bannað sé að auglýsa áfenga drykki hér landi. Hvers vegna þeir eru svona svekktir er stundum óljóst þar sem þeir halda því reglulega fram að áfengisauglýsingar hafi í raun engin áhrif á neytendur, sérstaklega ekki börn og unglinga. Ýmsar rannsóknir sýna reyndar fram á að áfengisauglýsingar hafi […]

Íslenskir áfengisframleiðendur eru afar svekktir yfir því að bannað sé að auglýsa áfenga drykki hér landi. Hvers vegna þeir eru svona svekktir er stundum óljóst þar sem þeir halda því reglulega fram að áfengisauglýsingar hafi í raun engin áhrif á neytendur, sérstaklega ekki börn og unglinga. Ýmsar rannsóknir sýna reyndar fram á að áfengisauglýsingar hafi áhrif á ungt fólk og því eru enn ágæt rök fyrir auglýsingabanninu.


Í umræðum í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld var því haldið fram að engar rannsóknir sýndu að áfengisauglýsingar hefðu áhrif á drykkju ungs fólks. Þetta er vitaskuld rangt enda ganga flestar neysluauglýsingar út á að sannfæra ungt fólk. Það er þekkt staðreynd í auglýsingageiranum að mikilvægast af öllu er að ná til ungs fólks í auglýsingum. Börn og unglingar eru tryggir neytendur og því fyrr sem ungt fólk kynnist og lærir að meta viðkomandi vörutegund því betra.

Á vefsíðunni Center on Alcohol Marketing & Youth kemur líka glögglega fram að áfengisframleiðendur leggja ýmislegt á sig til að ná til barna og unglinga (en fullyrða um leið að auglýsingar hafa ekki áhrif sama markhóp) og tekst ágætlega til. Enda hafa rannsóknir sýnt að áfengisauglýsingar geta flýtt fyrir og aukið drykkju ungs fólks.

Segir þar meðal annars:

„Research clearly indicates that, in addition to parents and peers, alcohol advertising and marketing have a significant impact on youth decisions to drink.“

“While many factors may influence an underage person’s drinking decisions, including among other things parents, peers and the media, there is reason to believe that advertising also plays a role.” (Federal Trade Commission, Self Regulation in the Alcohol Industry, 1999)

„Parents and peers have a large impact on youth decisions to drink. However, research clearly indicates that alcohol advertising and marketing also have a significant impact by influencing the attitudes of parents and peers and helping to create an environment that promotes underage drinking.“

Þrátt fyrir að áfengisauglýsingar hafi ekki áhrif á börn, að „hlutlausu“ mati áfengisframleiðanda, sýna rannsóknir fram á hið gagnstæða. Ein rannsókn sýndi meðal annars fram á að níu ára bandarísk börn þekkja Budweiser froskin betur en Kelloggs tígrisdýrið og Power Rangers. Samt er vitað að Kelloggs og Power Rangers eru markaðsett af fullum krafti fyrir börn á meðan Budweiser og aðrir áfengisframleiðendur fullyrða að þeir geri það ekki.

Blátt bann við áfengisauglýsingum er auðvitað engin varanleg lausn við unglingadrykkju eins og menn vita. Þó er ljóst að ef það er samfélagslegur vilji fyrir því að draga úr áfengisdrykkju meðal ungs fólks að þá er óskynsamlegt að leyfa óheftar áfengisauglýsingar. Núverandi auglýsingabann er reyndar þverbrotið víða og skilar því litlum árangri. Það breytir því ekki að með því að leyfa óheftar áfengisauglýsingar væru Íslendingar að taka stórt skref afturábak í forvarnarmálum.

Deildu