Stutt viðtal sem birtist í Fréttablaðinu í dag við Hjört Magna Jóhannsson, Fríkirkjuprest, vakti athygli mína. Hjörtur Magni talar mikið og vel um Martein Lúter kirkjuföður og segir hann hafa verið mann að sínu skapi. Segir hann m.a.: „Frelsisbarátta Lúthers var fyrir jafnræði og því að allir kristnir ættu jafnan aðgang að hinum trúarlega arfi“ og „Við þurfum á djörfung Lúthers að halda í dag“. Þessi orð prestsins koma mér nokkuð á óvart þar sem vitað er að Lúter var á móti trúfrelsi og barðist harkalega gegn gyðingum og lagði reyndar til að þeir yrðu ofsóttir. Þurfum við virkilega á slíkum „frelsisbaráttumönnum“ í dag?
Vitanlega hafði Lúter gífurleg áhrif á þróun kristinnar trúar og þar með á sögu mannkyns, en góður maður var hann ekki og hvað þá baráttumaður fyrir trúfrelsi eins og Hjörtur Magni virðist telja.
Í bók sinni „Um gyðingana og lygar þeirra“ sagði Lúter m.a.
„In brief, dear princes and lords, those of you who have Jews under your
rule– if my counsel does not please you, find better advice, so that you and we all can be rid of the unbearable, devilish burden of the Jews,…“„First to set fire to their synagogues or schools and to bury and cover with dirt whatever will not burn,…“
„Second, I advise that their houses also be razed and destroyed…“
„Third, I advise that all their prayer books and Talmudic writings, in which such idolatry, lies, cursing and blasphemy are taught, be taken from them.“
„Fourth, I advise that their rabbis be forbidden to teach henceforth on pain of loss of life and limb.“
„Fifth, I advise that safe-conduct on the highways be abolished completely for the Jews.“
„Sixth, I advise that usury be prohibited to them, and that all cash and treasure of silver and gold be taken from them and put aside for safekeeping.“
„Seventh, I commend putting a flail, an ax, a hoe, a spade, a distaff, or a spindle into the hands of young, strong Jews and Jewesses and letting them earn their bread in the sweat of their brow, as was imposed on the children of Adam (Gen 3[:19]).“
Hjörtur Magni heldur áfram og segir:
„Það að kenna sig við Lúther felur í raun í sér skapandi og gagnrýna hugsun og sífellda endurnýjun, nýsköpun og stöðuga siðbót.“
Þessi orð prestsins eru í engu samhengi við raunveruleikann. Gagnrýnin hugsun og siðbót átti svo sannarlega ekki við Martein Lúter. Maðurinn var trúarofstækismaður sem átti í reglulegri baráttu við sjálfan djöfulinn og kvenfólk. Reyndar virðist Lúter hafa verið þeirrar skoðunar djöfullinn væri kona, eða konur væru djöfullinn:
„Þó að við liggjum við hliðina á því sem virðist vera kona af holdi og blóð þá er það ekki alltaf svo. Stundum er það djöfullinn í kvenlíki“.
Er það því skrítið að mér finnist Marteinn Lúter vera vægast sagt undarleg fyrirmynd?