Þjóðernisáróður virkar enn

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

09/12/2003

9. 12. 2003

Í Bandaríkjunum er nánast ekki hægt að gagnrýna stríðsrekstur Bush W og félaga án þess að vera sakaður um að vera föðurlandssvikari og jafnvel Bandaríkjahatari af íhaldsmönnum allra flokka. Íhaldsmenn hvetja almenning til að styðja foringja sinn og hermenn með því að gagnrýna ekki stefnu stjórnvalda, sérstaklega ekki á stríðstímum. Áróður íhaldsmanna þar í landi […]

Í Bandaríkjunum er nánast ekki hægt að gagnrýna stríðsrekstur Bush W og félaga án þess að vera sakaður um að vera föðurlandssvikari og jafnvel Bandaríkjahatari af íhaldsmönnum allra flokka. Íhaldsmenn hvetja almenning til að styðja foringja sinn og hermenn með því að gagnrýna ekki stefnu stjórnvalda, sérstaklega ekki á stríðstímum. Áróður íhaldsmanna þar í landi virkar svo vel að íhaldsmenn annarra landa, þar á meðal íslenskir íhaldsmenn, geta vart falið hneykslun sína gagnvart málflutningi þeirra sem mótmæla heimsvaldastefnu Bandaríkjanna.

Þjóðerniskennd hefur lengi verið notuð til að réttlæta villimennsku yfirvalda, stríðrekstur og ofbeldi gegn útlendingum. Árásir Bandaríkjanna á Afganistan og Írak voru réttlættar með því að Bandaríkjamönnum stafaði ógn af þessum löndum. Flestir vita í dag að þessi hræðsluáróður átti ekki við rök að styðjast.

Hermann Göring, einn æðsti valdamaðurinn í Þýskalandi nasismans og líklegur arftaki Hitlers skildi vel hvernig hægt var að nota þjóðernishyggju til að fá almenning til þess að styðja stríðsrekstur valdhafa. Takið eftir hvað málflutningur stríðsherra hefur lítið breyst frá því Göring sagði þessi orð:

„Why of course the people don’t want war. Why should some poor slob on a farm want to risk his life in a war when the best he can get out of it is to comeback to his farm in one piece? Naturally the common people don’t want war: neither in Russia, nor in England, nor for that matter in Germany. That is understood. But, after all, it is the leaders of the country who determine the policy and it is always a simple matter to drag the people along, whether it is a democracy, or a fascist dictatorship, or a parliament, or a communist dictatorship. Voice or no voice, the people can always be brought to the bidding of the leaders. That is easy. All you have to do is tell them they are being attacked, and denounce the peacemakers for lack of patriotism and exposing the country to danger. It works the same in any country.“

Hermann Göring

Þjóðarleiðtogar sem hvetja til þjóðernissinnaðs málflutnings af þessu tagi eru óvinir lýðræðis og frelsis. Með málflutningi sínum hvetja þeir til hlýðni og skilyrðislausrar samstöðu en hatast um leið út í þá sem gagnrýna og hvetja til sjálfstæðra hugsana. Skilyrðislaus hlýðni einkennir einræðisríki á meðan gagnrýni og sjálfstæð hugsun er það sem einkennir frjálsar þjóðir. Höfum það hugfast.

„When men yield up the privilege of thinking, the last shadow of liberty quits the horizon.“

Thomas Paine
Deildu