Hættur við að sparka í atvinnulausa

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

10/12/2003

10. 12. 2003

Árni Magnússon, einnig þekktur sem „félagsmálaráðherra“, hefur ákveðið að hætta við að leggja fram frumvarp á Alþingi um að skerða bótarétt atvinnulausra. Hefði frumvarpið verið samþykkt hefðu atvinnulausir ekki fengið bætur fyrstu þrjá dagana sem þeir væru án vinnu. Líklegast hafa forsvarsmenn Framsóknarflokksins áttað sig á því að það að sparka í atvinnulausa samræmist ekki […]

Árni Magnússon, einnig þekktur sem „félagsmálaráðherra“, hefur ákveðið að hætta við að leggja fram frumvarp á Alþingi um að skerða bótarétt atvinnulausra. Hefði frumvarpið verið samþykkt hefðu atvinnulausir ekki fengið bætur fyrstu þrjá dagana sem þeir væru án vinnu. Líklegast hafa forsvarsmenn Framsóknarflokksins áttað sig á því að það að sparka í atvinnulausa samræmist ekki slagorði flokksins um að hafa „fólk í fyrirrúmi„.

Flest bendir þó því miður til þess að það hafi hvorki verið samviska né pólitísk sannfæring „félagsmálaráðherrans“ sem gerðu það að verkum að hann hætti við leggja fram hið umdeilda frumvarp.

Í frétt sem var birt á mbl.is í gær segir m.a.:

„Árni sagðist telja mikilvægt að tekið verði til við endurskoðun á atvinnuleysisbótakerfinu í heild og sagðist vona að verkalýðshreyfingin komi að því máli. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt að þeir væru ekki til viðtals um slíka hluti ef frumvarpið um skerðingu atvinnuleysisbótanna yrði knúið fram.

Deildu